Goðasteinn - 01.03.1967, Side 11

Goðasteinn - 01.03.1967, Side 11
Þorgerður Jónsdóttir á Grnnd: Dulrænar sagnir KYNLEGIR GESTIR Vctur cinn á fyrri stríðsárunum, 1914-18, varð ég fyrir því, scm nú skal greina: Ég var þá heima hjá foreldrum mínum í Vík í Mýrdal. Húsaskipun hcima var þannig háttað, að úr útigangi var gengið beint inn í eldhús. Inn af því var hcrbergi, scm ég svaf í, og vissi höfðagaflinn á rúminu beint á móti dyrunum fram í cldhúsið. Faðir minn fékkst mjög við smíðar og var oft fenginn til að smíða líkkistur. Hafði hann smíðaverkstæði hcima, og var gengið inn í það suður úr útiganginum. Eina nótt vakna ég við það, að útihurðin cr opnuð. Fannst mcr það einkennilegt, þar sem henni var ætíð læst á kvöldin, en datt þó í hug, að nú hefði það gleymzt. Samt gat ég ekki hugsað mér, hver gerði sig svo hcimakominn að vaða inn um hánótt í niðamyrkti. Vil ég geta þess, að cinmitt þessa nótt var mjög dimmt, svo varla sást glóra í gluggann. Heyri ég svo, að gengið cr inn í smíðaverk- stæðið og heldur betur tekið þar til höndunum með höggum og miklum umsvifum. Hcldur því áfram um hríð. Eftir að gauragangurinn á verkstæðinu hætti, var snúið að cld- húsdyrunum og þær opnaðar, gengið inn eftir eldhúsgólfinu og ekki numið staðar, fyrr en við höfðagaflinn á rúminu mínu. Engan sá ég, en mér fannst ég þó skynja einhverja veru, sem óhugnanlegan, kaldan slepjugust lagði frá. Geig hafði sett að mér við höggin í smíðahúsinu, og ekki ætla ég að reyna að lýsa, hvernig mér leið, þegar þessi ófögnuður var kominn að rúminu til mín. Varð ég nú, vægast sagt, nærri lömuð af hræðslu og viðbjóði. Það mun ekki hafa liðið langur tími, þar til þetta drattaðist aftur út frá mér, og öll ókyrrð féll niður. Goðasteinn 9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.