Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 18

Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 18
legt og var strax ákveðinn að reyna að draga orgelið á sleða og beita sjálfum mér fyrir, austur yfir Hellisheiði. Ég vissi, að þetta yrði erfiður flutningur fyrir mig, einsamlan, en þá var ég þó búinn að taka út nær allan vöxt og var, þó ég segi sjálfur frá, vel að manni og þolmikill. Með einhverjum ráðum fékk ég slegið saman sleða, og er svo ekki að orðlengja það: um kvöldið kvaddi ég kunningjahópinn, sem ég hafði eignazt í Reykjavík, og um dögun, næsta dag, lagði ég af stað með orgelið í eftirdragi. Mér gekk vel á leið, en færið tók mjök að þyngjast, er ég kom upp fyrir Árbæ, og er ofar dró, var komin versta ófærð. Undir kvöld lá leiðin að Lækjarbotnum. Var þá kominn sortabylur af landnorðri. Ég sá þá mína sæng útreidda, að ekki var viðlit að halda lengra áfram með þcnnan flutning. Um nóttina var ég auðvitað á Lækjarbotnum. Næsta dag var komið sæmiiegt veður. Kvaddi ég þá heimamenn og bað þá geyma sleðann með hlassinu. Ég lagði svo af stað, lausgangandi og kafaði ófærðina austur á einum degi. Um miðnætti kom ég loks heim að Móakoti. Munu þá hafa verið 16 tímar frá því ég lagði upp frá Lækjarbotnum. Vel var mér fagnað heima, var sem úr helju heimtur. Tveimur dögum síðar var messudagur í Kaldaðarnesi. Fagnaði ■sr. Ólafur mér innilega, er hann sá mig. Sagði ég honum ferðasög- una í stórum dráttum og hversu farið hafði með flutninginn austur. Eftir messu stanzaði sr. Ólafur á kirkjugólfinu og kvaðst ætla að scgja nokkur orð við söfnuðinn. Skýrði hann þarna frá námsferð minni og að ég hefði fyrir tilstilli Jónasar Helgasonar eignazt nýtt hijóðfæri. Mcð það hefði ég brotizt upp að Lækjarbotnum en orðið að yfirgefa það, vegna ófærðarinnar. Kvaðst prestur nú heita á alla góða menn, scm væru staddir í kirkjunni, að veita mér hjálp til að ná hljóðfærinu austur. Bað hann þá að gefa sig fram, áður en hann gengi úr kirkjunni. Nokkrir stóðu upp og kváðust fúsir til farar- innar. Varð það svo að samkomulagi, að fjórir röskir menn færu með mér næsta dag, suður að Lækjarbotnum að sækja orgelið. Okkur gekk vel ferðin suður. Tókum við okkur gistingu á Lækj- arbotnum. I bítið næsta morgun lögðum við svo upp, en þung var færðin, kafófærð með köflum. Austur yfir mörðum við þó og kom- tim austur í Kaldaðarneshverfi seint um kvöldið. Voru þá vxst allir 36 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.