Goðasteinn - 01.03.1967, Page 24

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 24
Mannstu nokkuð ejtir fyrstu áhrifunum af tónum og söng? Já, og þau voru hreint ekkert skemmtileg. Það var í Hrepphóla- kirkju. Ég hef líklega verið á þriðja árinu og sat í fangi Ólafíu fóstru minnar. Um leið og ég heyrði í orgelinu, ætlaði ég alveg að tryllast af hræðslu. Kom fyrir ekki, þó frú Katrín Briem, þá heima- sæta í Birtingaholti, lánaði mér úrið sitt til að leika að, fóstra mín varð að fara með mig út, svo messan gæti farið fram í friði. En þetta breyttist brátt, angistin breyttist í aðdáun. Viltu segja mér eitthvað frá söng og sönglífi í Gnúpverjahreppi í œsku þinni? Söngur var iðkaður á hverju heimili að meira eða minna leyti. Við húslestrana heima í Hlíð var alltaf sungið, einn sálmur á und- an lestrinum, annar á eftir. Á föstunni voru Passíusálmarnir sungn- ir, annað þekktist ekki. Alveg var þá hætt að syngja gömlu lögin, sem svo voru kölluð. Um 1880 var gerð herferð í Árnessýslu til að útrýma þeim. Bjarni Pálsson í Götu á Stokkseyri bauðst til að kenna nýju lögin, og var það vel þegið. Erlendur Loftsson á Ham- arsheiði, Árni Eiríksson í Fossnesi og Þorsteinn Bjarnason í Há- holti fóru ofan úr Gnúpverjahreppi til Bjarna, lærðu lögin hjá hon- um og útbreiddu þau heima í sveitinni. Mjög lítið var um það, að konur syngju í kirkjum í æsku minni. Það fór þó að breytast um aldamótin. Nokkrar konur byrj- uðu að taka þátt í söngnum í Stóra-Núpskirkju, þegar Margrét Gísladóttir á Hæli varð organleikari þar. Ég man, að árið 1907 sátum við mamma þar í innsta sæti í framkirkju, norðanmegin, og sungum sálmana. Mamma flutti sig svo inn í kórinn, að orgelinu, þegar ég fór að spila í Stóra-Núpskirkju. Viltu segja mér í fáum orðum feril þinn sem organleikari og kennari? Sumarið 1907 lærði ég rækilega söngkennslubók Jónasar Helga- sonar. Um haustið gáfu foreldrar mínir mér orgelharmonium. í nóvember byrjaði ég að læra að spila á orgel hjá frú Margréti á Hæli. Hún spilaði ágætlega, hafði lært hjá Árna í Fossnesi og Jónasi Helgasyni. Ég dvaldi á Hæli í sex vikur við námið. Eftir áramótin gekk ég þangað frá Ásum mánuðina janúar og febrúar. Katrín Briem heyrði mig spila í Hlíð og sagði, að ég gæti vel 2.1 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.