Goðasteinn - 01.03.1967, Side 31

Goðasteinn - 01.03.1967, Side 31
tíma, svo við gátum lagt af stað þaðan ki. 5,30. Er það sá tími, sem öllum okkur kemur saman um, að ferðin hafi byrjað. Við getum tæplega komið svo að Dalbæ, að eigi sé sérstaklega tekið eftir einu af börnum þeirra hjóna. Það er drengur um ferrn- ingu, við vanalegan vöxt en sjáaidur augnanna snýr upp í augn- iokin, enda er drengurinn blindur og fæddur svo. En sagt er, að hann beri skyn á ýmsa hluti, sem við sjáandi fólkið skynjum ekki, t.d. í, að ekkert verði falið fyrir honum og hann vísi oft á þá hluti, sem hitt fólkið getur ekki fundið. Og á smáatviki sáum við, að hann skynjar ekki á vanalegan hátt: Svo er húsum h'áttað í Dalbæ, að á baðstofu er gluggi á fram- stafni, rúm til beggja hliða og dyr á afturstafni í annað herbergi. Við hjónin sitjum á innstu rúmunum, sitt hvorum megin við borð við gluggann, drengurinn og systkini hans sitja á rúmum utar af. Nú ber svo við, að faðir þeirra kemur úr herberginu, sem er aftur af baðstofunni, hefur brett upp jakkann, heldur með annarri hendinni um löfin og hefir að líkindum ætlað að fá sér öryggisnælu til að næla þau saman, en áður en hann segir nokkurt orð og í því, að hann er kominn inn úr dyrunum, segir drengurinn: „Vantar þig nælu, pabbi“? og fer um leið ofan í vasa sinn cftir nælu og fær honum. Og mér er enn í minni ánægjan, sem lýsti sér í andliti hans yfir því að geta orðið föður sínum að liði. Skammt frá Dalbæ komum við á nýdubbaða konungsleið. Var okkur, eins og gefur að skilja, borgið á meðan við máttum halda henni; fórum hana svo upp Ytri-Hreppinn, yfir Hvítá á Brúarhlöð- um, út Tungur á móts við Gýgjarhól. Þar fórum við hjónin og Ágúst heim og báðumst gistingar, en hinir félagarnir fóru heim að Kjarnaholtum. Var þá kominn dagur að kvöldi, kl. 9,30, og við hálfilla verkuð, því mikið rigndi um daginn, frá hádegi. Við sóttum illa að á þessum bæjum, því margt af fólkinu var liggjandi og hálfliggjandi í inflúenzu, en hinir þreyttir og syfjaðir eftir fráfærur og fjallrekstur. En það var eins og ekkert hefði ískor- izt: Gestrisnin í öndvegi, og allt laut henni. Við höfðum mælt okkur mót um morguninn 7. júlí á Kjóastöðum, kl. 8. Komum við, sem á Gýgjarhóli gistum, nokkru á eftir áætlun, en sáum þó ekki Goðasteinn 29

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.