Goðasteinn - 01.03.1967, Page 36

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 36
réttum þeim, sem Tungnamenn og Húnvetningar draga fjallsafn sitt sundur í á haustin. Var nú kortið tekið upp og sást, að Mæli- fellshnúkur hlaut að vera allfjarri. Hann var samt ekki orðinn þá aðalumhugsunarefnið, heldur Blanda, sem við vorum nú rétt komin að og höfðum alltaf hálfkviðið fyrir og ýmsir kunnir spáð ófærri Það gerði okkur sízt vonbetri, að við sáum ekki, að Seyðisá væri reið, en hún er talin smáá, rennur í Blöndu neðan við vaðið. Hefði Blanda verið ófær, myndum við hafa þurft að fara yfir Seyðisá og sjálfsagt margar fleiri, svo við kæmumst að ferju nið- ur í Húnavatnssýslu, að öðrum kosti hefðum við orðið að snúa aftur. Við tókum okkur nú upp kl. 12 í sólskini og steikjandi hita, vel á okkur komin, ekkert annað að en kvíðinn fyrir Blöndu. Að nálega 10 mínútum liðnum komum við að farvegi Blöndu. Hann er ákaf- lega breiður, aur svo hundruðum faðma skipti. Hafði áin sýnilega flóð yfir hann allan nýlega, en var nú fjöruð, svo að eigi var eftir nema einn áll, nyzt. Á meðan við vorum á aurunum flaug mér í hug Mósesarsagan, eigi á þann hátt, að við værum Mósesarlíkar, heldur var það krafturinn, sem verndaði hann og okkur. Þegar við komum að álnum, varð hann nokkuð meiri en okkur sýndist í fyrstu, því nú var hann orðinn að sæmilega stórri á, sem vall fram gulmórauð og með öllu ófær á vaðinu. Guðmundur í Dal- bæ reyndi litlu ofar, þar sem álitlegast var, og tókst ágætlega, vatnið aðeins í bóghnútu, mátti þó varla meira vera, því bæði er áin mjög ströng og ískyggilega ljót á litinn. Það var svo sem ekki margt að lífinu, þegar yfir um Blöndu var komið: sólskinið, lognið og ágætur vegur á Eyvindarstaðaheiði. - Hét ég því þá, að við skyldum vera komin að Mælifelli kl. 10 um kvöldið. Og það var sannarlega ekki samferðamönnunum að kenna, þó ég stæði eigi við það. Ég get nefnilcga ekki stært mig af því, að ég hjálpaði mikið til við að relca hestana. Eyvindarstaðaheiði hallar nokkurn veginn jafnt undan fæti, með sæmilega glöggum og góðum götum, og allgóður sauðgróður er á henni allri. Um hana falla þrjár ár: Grjótá, Strangakvísl, sem báðar voru vatnslitlar en grýttar og strangar, og nyrzt er Haugakvísl, sem oft er vatnsmikil og blaut. - Varð hvorugt þó að farartálma í 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.