Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 38

Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 38
handa hestunum, rúm handa konu minni og tjaldstæði handa okkur. Fannst mér helzt á presti, að hann héldi mig ekki mcð réttu ráði, að detta í hug að tjalda. Gat ég ekki ætlazt til gistingar fyrir svo marga og vildi sem minnstan átroðning gera. Þæfðum við dálítið um þetta, þangað til prestur sagðist þurfa að hitta konu sína. Úr því varð engum orðum við komið. Og óneitanlega kom sér vel að fá rúm. En við urðum nú að þiggja dálítið meira. Mælifell er austan undir eða austan í hálsinum norður af hnúkn- um og snýr í austur. Kirkjan stóð á hlaðinu beint fram undan bæn- um, og voru svo sem 8-10 álnir á milli, nýleg og sett þarna við síð- ustu endurbyggingu. Hafði áður staðið í kirkjugarðinum, norðan við bæinn. f kirkjunni var fornt og vandað altarisklæði. Ber ég ekki svo gott skyn á þá hluti, að ég geti lýst því, en í mínum augum var það meira virði en drottningarskrúði. Nú eru bær og kirkja brunnin til kaldra kola með mestöllu, er í var. En ég vona, að altar- isklæðinu hafi verið bjargað. Klukkan var orðin n, þegar við lögðum af stað, 9. júlí. Stóð þó meira til fyrir sumum kvöldinu áður, en bæði þurftu hestarnir hvíldarinnar með og við því séð, að okkur leiddist ekki. Frá Mæli- felli förum við niður túnið, um engjarnar að Svartá, sem rennur í norður þar neðan við, yfir hana og niður Tungusveitina, sem liggur á milli Svartár og Héraðsvatna. Verður maður þess fljótt var, að jarðargróður er þar miklu fjölbreyttari en á Suðurlandi, t.d. var þrílita fjólan - fegurst blóma fslands - í stórum breiðum í bithaga, þegar kom norður fyrir Reyki. Og það er flcira, sem bendir á, að við séum komin úr átthögunum, bæir allir með torfþökum og sýn- ast óreisuiegir, fénaðarhús öll heima á túni og tiltölulega reisu- legri, svo maður þarf að gæta stundum vel að, hvað bærinn er. Túngarðar sjást ekki, en nýjar og nýlegar gaddavírsgirðingar komn- ar á sums staðar. Og svo er það heiti sunnanvindurinn, sem maður kannast ekki við. Við förum niður byggðina, án þess að hugsa um, hvar við eigum að fara, því sr. Tryggvi fylgir okkur alla leið að ferjustaðnum á Héraðsvötnum, hjá Ökrum. En það er komið nýtt áhyggjuefni: - Héraðsvötnin höfðu verið í „stólpaflugi", sem Norðlendingar kalla, og ekki ferjandi í tvo daga. Fíagar svo til, að tvær kvíslar eru vestan 36 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.