Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 39

Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 39
megin, sem verður að fara yfir, til að komast í dragferjuna. Gætir þeirra venjulega ekki, en nú höfðu þær verið á sund þessa daga. Þegar við komum þar, er komið fjöruborð á vötnin og kvíslarnar ekki nema rúmlega í taglmark, undan straumi, en tveir piltar, sem komu austan yfir með ferjuni, fengu sund. Þeir áttu í straum og fóru e.t.v. ekki eins gætilega af því þeir voru kunnugir. Við kveðjum nú sr. Tryggva, förum yfir kvíslarnar og ríðum svo- upp í dragferjuna. Þurfti hún að fara þrjár ferðir með okkur, sex menn og nítján hesta, og kostaði aðeins kr. 6,20. Þá var kl. 2,30. Við höfðum ætlað okkur Öxnadalsheiði, skemmstu leið til Akur- eyrar, en Norðurá var ófær, svo við urðum að fara ytri leiðina, enda ljúft að koma að Hólum. Leiðin liggur út Blönduhlíðina. Er þá há og brött hlíðin á hægri hönd en engið meðfram Héraðsvötnunum á þá vinstri, vegurinn ágætur í fjallsrótinni, svo maður lítur niður til Vatnanna, yfir Hegranesið, sér byggðina hinum megin, alla leið í fjallgarðinn vestan við. Húsin á Sauðárkróki hillti uppi og Drang- ey eins og voldugur einvaldur úti í firðinum. Þegar komið er út að fjarðarbotni, er komið í Viðvíkursveitina. Þá ætluðum við beint yfir Hrísháls að Hólum, en mættum mönn- um, sem sögðu Hjaltadalsá ófæra. Urðum við því að halda áfram út með Skagafirði og fara yfir ána á brúnni, en hún er niður undir sjó, langt út með firðinum. Sá krókur jók ferðalagið a.m.k. um tvo tíma. Þegar komið er fram yfir miðaftan, er suma farið að langa í kaffi, enda ófróðlegt að fara svo um tvær sveitir Skagafjarðar að hitta engan mann. Við fórum nú heim að bæ þeim, er heitir á Brim- nesi, og báðum um drykk og kaffi. Drykkurinn kom strax, rjómi eða rjómabland, eins og hver vildi, en okkur lengdi nokkuð eftir kaffinu. Sáum við, hvað olli, þegar það kom: Með kaffinu komu sjóðheitar pönnukökur, þó a.m.k. fimm tegundir kæmu af öðru, fínu brauði. Og fyrir utan pönnukökurnar, bætti það biðina, að hestarn- ir stóðu í cngjunum á meðan. Ég man ekki til að hafa nokkurn tíma komið í jafnfín herbergi í sveit og tvær stofur á þessum bæ. Þarna bjuggu ung hjón, einkar viðfelldin og yfirlætislaus. Mér er óhætt að segja, að það var reynt að nota tímann eftir alla hressinguna, sem við og hestarnir fengu. Að hálftíma liðnum komum við að brúnni á Hjaltadalsá. Þar hef Goðasteinn 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.