Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 45

Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 45
Matthíasar Jochumssonar á háum stalli, svo vel gert, að manni dettur í hug, að þarna sé maður að halda ræðu eða þylja kvæði. Útsýnið er einkar viðfelldið af brekkunni. 1 vestur og í norður eru engjar Kræklhlíðinga og bæirnir, snotrir og mjög þéttir í hlíð- inni fyrir ofan. Fjörðurinn skínandi fallegur og svo langur, að maður greinir illa mynni hans, og hlíðin, austan megin, speglast í honum í logninu og er þar falleg, þó mér þætti ekki fallegt að horfa á hana sjálfa. Það er komið að hádegi, áður en maður veit, og því mál að koma í búðirnar og fá sér að eta. Við förum svo af stað klukkan tvö. Þá er komin sterk útræna, svo við fáum blásandi byr yfir fjörðinn. Að vörmu spori koma bræðurnir með hesta mína, svo við gctum lagt af stað frá firðinum ld. 4. Slógust þá til samfylgdar Indriði skáld og bóndi á Fjalli og kona hans, sem voru að koma úr Reykjavík, frá sýningunum og konungsmóttökunum o. fl., eins og fleiri Norðlendingar um þær mundir. Lítið flýtti sú samfylgd fyrir, því bæði voru þau á þreyttum hestum, höfðu aðeins þrjá hesta, bæði, og svo virtist Indriði lítið meiri reiðmaður cn ég. En óþarfi var að láta sér leiðast með Indriða. Við fórum nú fyrst upp hlíðina, sem er austan megin fjarðarins, upp á Vaðlaheiðina. Hún er stutt, og bráðum hallar austur af. Þá komum við ofan í Fnjóskadalinn, nálægt miðju. Sá dalur liggur frá suðri til norðurs og svo langur, að tæplega sést fyrir enda hans, enda beygjast þcir báðir lítið eitt til vesturs, svo dalurinn er íboginn. Þar er mestur skógur Norðurlands og ég gæti trúað, Islands. Mest öll austurhlíð hans er skógi vaxin, það sem óblásið er, en það er raunalegt að sjá blásturinn þar. Víða er blásið ofan í bert grjót- ið og brekkurnar alltaf að eyðast, en foksandur er enginn. Vestur- hlíðin hafði fyrir þremur mannsöldrum verið engu síður skógi vaxin, en er nú að mestu eydd skógi, þó óblásin sé. Er það kennt búend- unum. Á Fnjóská er lengsta, eða önnur lengsta, steinsteypubrú landsins. Það er bogabrú. Og svo erfiðlega gekk að koma henni á, að þegar hún var rétt komin saman, brotnaði hún niður, og liggja brotin af þeirri brú enn í ánni. Þegar komið er yfir brúna, er komið í Vagla- Goðasteinn 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.