Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 59

Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 59
bardagi hæfist. í stórhríðarbyl, sem Karl kunni vel að notfæra sér, var þarna háð hin grimmilegasta orrusta. Fengu Rússar hina verstu útrcið og biðu fullkominn ósigur fyrir Karli konungi og köppum hans. Sigur Karls við Narva átti mikinn þátt í að skapa þann frægðar- orðstír, sem ætíð síðan hefur fylgt nafni þessa síðasta konungs r.ænska stórvcldisins. Eftir orrustuna við Narva, áttu Svíar um það að velja að veita Rússum eftirför inn í landið eða snúa sér að þeim andstæðingnum, sem enn var ósigraður, Ágústi sterka. Hinn létt- keypti sigur yfir Rússum kom Karli til að vanmeta styrk þessa fjöl- menna, austræna keisaradæmis. Þess vegna taldi hann miklu brýnna að sigra Pólverja, áður en hann tæki sér fyrir hendur að veita Pétri mikla og óskipulegum herafla hans eftirför austur á slétt- urnar. En þrátt f-rir marga glæsilega sigra, tók það Karl lengri tíma, en hann hafði ætlað, að sigra Pólverja. Var það fyrst eftir sex ára baráttu, sem Ágúst sterki gafst upp og bað um frið árið 1706. Höfðu Svíar þá um árabil herjað Pólland ákaflega og lagt undir sig nær allt Saxland. I friðarsamningunum fékk Ágúst að halda saxneska hertoga- dæminu, en varð að afsala sér konungdómi í Póllandi og heita því að styðja ekki óvini Svíþjóðar. I Póllandi kom Karl innlendum aðalsmanni til valda, og hét hinn nýi konungur Stanislaus Leczinski. Eftir að Karl 12. hafði gengið svo frá málum í Póllandi, lagði hann loks af stað 1707 í hina fyrirhuguðu herferð gegn Rússum. En Pétur mikli hafði ekki beðið aðgerðalaus þau sjö ár, sem liðin voru frá ósigrinum við Narva. Hafði hann aukið her sinn mjög og æft hann og búið vopnum eftir vestrænum fyrirmyndum. Og meðan Karl 12. var önnum kafinn í bardögum við Ágúst sterka, hafði Pctur smám saman hertekið öll lönd Svía austan Eystrasalts. Árið 1703 hafði hann svo með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði og án þess að horfa í mannslífin byrjað að reisa nýja höfuðborg fyrir ríki sitt á hinum óhollu fúafenjum við finnska flóann innanverðan, þar sem Ncvafljót fellur til sjávar. Borg sína skírði hann eftir Pétri postula og nefndi Sankti-Pétursborg. Nú heitir borg þessi Leningrad. Er hér var komið, hafði Pétur eignazt töluverðan herskipaflota, sem var á sveimi í Eystrasalti úti fyrir hinum nýunnu löndum. En Goðaste'mn 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.