Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 66

Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 66
■sveit, og fór geyst. Hann hét N og var vel ríðandi. Tóku þeir Þórður tal saman góða stund, unz N sagði: „Það gengur ekkert ferðalagið að ríða svona hægt, við skulum bara ríða hart“. Þórður svaraði: „Mér er sama, þó við ríðum dálítið hart“. Áréttaði N þá orð sín og sagði: „Nú skulum við lofa hestunum að hlaupa, ég sé, að þeir eru til í það“. Þórður sagði: „Það þýðir ekkert, minn hestur kann ekki að hlaupa“. N var ekki af baki dottinn og svaraði: „Það er óhætt að sjá, hvað þeir geta“, lét um leið klárinn þrífa sprettinn, og þá stóð ekki á Þórði. Þetta varð langur sprettur hjá þeim, en svo fóru leikar, að hestur Þórðar varð töluvert á undan. N varð að orði, er þeir hittust eftir sprettinn: „Þetta kom mér á óvart, því hesturinn minn er bezti hesturinn í minni sveit“. Þórður svaraði: „Þetta kom mér líka á óvart, vegna þess, að hesturinn, sem ég reið, er lakasti hesturinn í Landeyjunum, það fara allir hestar fram úr honum“. „Hann bauð mér ekki í kappreið aftur“, sagði Þórður, er um þetta var rætt. Einu sinni var það á Bakka í góðum þurrki um sláttinn, að mikið var af þurri töðu á túninu. Þá dró yfir dimman skúraflóka, og allir, sem vettlingi gátu valdið fóru út til að ná saman heyinu og koma því í sæti. Gömul kona var þarna með í verki. Allt í einu varð henni að orði: „Þar kom nú bara einn rigningardropi á nefið á mér“. Þá var Þórður fljótur til svars: „Það var gott, að hann fór ekki í heyið“. ☆ ☆ ☆ ÚR HANDRAÐA GUÐLAUGS E. EINARSSONAR „Að berjast eins og gaddhestar um illt fóður“. Mig minnir, að þessi setning sé höfð eftir Meistara Jóni, sé í prédikunum hans. Ekki þekki ég samband hennar við efnið, en hér er mikið sagt í fáum orðum. Hér er lýst þætti úr aldarfari liðinna kynslóða öld eftir öld, alk fram á vora daga. Ekkert hús fyrir útigangshrossin. Illu fóðri, moði og rudda fleygt fyrir þau út á gaddinn, og þau, sem duglegust eru að bjarga sér, reyna að ná í sem mest þau geta. Þá er bitizt og barizt um hinn knappa og skítlega skammt. •64 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.