Goðasteinn - 01.03.1967, Page 81

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 81
að leggja nokkuð af mörkum, svo að okkur farnist vel í sambúðinní við landið okkar. Þá er annað erindi af skyldum toga, sem mér liggur á hjarta þessa hátíðisdaga náttúrunnar og er einnig snar þáttur í sambúð okkar við landið. Öll erum við sammála um, að ljót og hirðuleysisleg. umgengni hæfi ekki fögru umhverfi og eigi raunar hvergi við á landi okkar. En hver hefur ekki séð gapandi skurði og sundur- tætta jörð meðfram þjóðvegum landsins? Hver hefur ekki séð illa hirtar og ófrágengnar lóðir umhverfis mannabústaði? Hver hefur ekki séð illa máluð og vanhirt hús bæði í sveitum og kaupstöðum? Hver hefur ekki séð skakkar og skældar og hálffallnar girðingar umhverfis tún og haga? Hver hefur ekki séð pappír, blikkdósir,. flöskubrot og hvers kyns annað rusl óprýða jörðina og það ekki sízt á fögrum og fjölsóttum stöðum? Ég hygg að svarið sé á eina leið. Við vitum að mjög skortir á,. að umgengnisvenjur fjölmargra séu nægilega góðar. En því minnist ég á þetta hér, að ég veit, að hér eru margir saman komnir, sem betur vilja gera. Ég veit, að hér eru margir, sem leggja vilja hönd á plóginn og hefja úrbætur. Við viljum öll gera ísland að grónara, betra og fegurra landi en það er nú. Þetta getum við gert, og ár- angurinn verður því betri sem fleiri standa saman. Hér er vissu- lega hugsjón og verkefni fyrir Rótaryfélag Rangæinga og önnur menningarleg félagssamtök til að starfa fyrir. Stöndum samanf Hefjumst handa, í orði og athöfn! Vinnum til heilla fyrir land og þjóð! (Ávarp flutt á stofnhátíð Rótaryfélags Rangæinga að Hvoli 19. júní 1966). Goðasteinn 79-

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.