Goðasteinn - 01.03.1967, Side 82

Goðasteinn - 01.03.1967, Side 82
Raddir lesenda Guðlaugur E. Emarsson frá Arnkötlustöðum í Holtum sendir þessa kveðju: „Ég verð að játa, að þegar Þórður vinur minn í Skógum sagði mér af þeirri ætlan þeirra Skógamanna, að þeir hygðust gefa út tímarit, þá leizt mér ckki mikið á það fyrirtæki. En hvað er það, sem ekki lánast, ef stcrkur og einbeittur vilji er fyrir hendi, en eigingirni og sérhagsmunir koma hvergi nærri, heldur þvert á móti lögð alúð og ósérplægni við starfið. Þannig cr um útgefendur Goðasteins. Þeir hugsa áreiðanlega ekki um að auðgast af ,,Goðanum“, og því er hann nú orðinn fimm ára, að hann á þjóðholla feður. Goðasteinn virðist hafa orðið mjög vinsæll og nýtur stuðnings þjóðkunnra Islendinga. Mér er sem ég sjái þá saman komna í snotru samkomuhúsi, eða bara í rúmgóðri baðstofu, og segja þar hvern sína sögu: Steinþór á Hala, Stefán í Hlíð, Kristján í Einholti, Jón á Lækjarbotnum, Odd á Heiði og Helga Hannesson á Strönd, svo ég aðeins nefni nokkra, sem rita í síðasta hefti Goðans. Og þó ég ekki nefni nöfn menntuðu mannanna, sem prýða blöð Goðasteins, þá er það ekki af því ég sjái þau ekki, þvert á móti. Það er mikill sómi fyrir Goðann að skarta með nöfnum t. d. dr. Richard Beck, dr. Sigurðar Nordal o. fl. o. fl. Þótt ég þekki fæsta þessa menn, sem rita í Goðastein, þá verða þeir fljótt góðir kunningjar, er ég hef lesið eitthvað cftir þá. „Þeir So Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.