Goðasteinn - 01.03.1967, Page 86

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 86
Albert Jóhannsson: Gleymt alþýðuskáld íslenzk alþýðuskáld hafa löngum sætt þeim örlögum, að hjúpur gleymskunnar hefur fallið yfir nöfn þeirra og list. Flest áttu þessi skáld það sameiginlegt, að þau bjuggu við fremur óblíð lífskjör, og sér þess glöggt merki í skáldskap þeirra. Menntunarskortur háði þeim mjög, og þau voru oft bundin lífsstarfi, sem ekki var við þeirra hæfi. Erfitt er að gera sér í hugarlund, hve stór andlegur fjársjóður hefur glatazt íslenzku þjóðinni af þeim sökum, en víst er, að hann er mikill að vöxtum. Einn þessara skálda er Símon Ólafsson, sem oftast er kenndur við Butru í Fljótshlíð. Nú er nærri hálf öld, síðan Símon andaðist, og munu fáir aðrir en elztu núlifandi sveitungar hans muna eftir ljóðum hans. Við lestur þeirra kemur þó í ljós, að margt er þar vel sagt, þótt sízt hafi Símon farið þar annað en troðnar slóðir, hvað snertir efnisval og bragarhætti. Ég hef undir höndum afrit af ljóðasafni Símonar, skráð eftir handriti skáldsins af móðurbróður mínum, Eyvindi Albertssyni í Teigi. Eyvindur skráði syrpu þessa veturinn 1934-1935 eða veturinn áður en hann drukknaði í Þverá. Kvæði þessi eru rúmlega 200 að tölu og fjalla að sjáifsögðu um hin margvíslegustu efni. Ósennilegt tel ég, að þau muni nokkru sinni birtast sem sérstök ljóðabók, og 84 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.