Goðasteinn - 01.03.1967, Page 92

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 92
i Mín var lítil menntaþekking, , margoft varð því fyrir blekking, heimur sem mér ýtti að. Hræsni, smjaður, svik hann sýndi, svo að höppum þar með týndi, gálaus seint aðgætti það. Brosti lífið bjart á móti, beztu vonir, glöðu hóti heilla gjörðu huga minn. Alls- með nægtum, beztum blóma búin út með frægð og sóma sýndist vera veröldin. Fast nú tekur fjör að dofna, finnst mér bráðum muni sofna, lúinn, þreyttur likaminn. i Gott mér virðist hvíld að hljóta, hygg ég verði mjög til bóta allra síðstu umskiptin. j Þótt ég mæðuferil feti og frá mér ekki hrundið geti angri kífs og örbirgðar, bið ég Drottins verði vilji veikur hér þó ekki skilji. Bölið snýst til blessunar. ) 90 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.