Goðasteinn - 01.09.1968, Page 75

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 75
Sigurður Björnsson d Kvískerjum: Neistinn sem olli bálinu í fyrsta hefti 6. árg. Goðasteins er grein eftir mig um Svínfell- inga sögu, og er efni hennar að færa rök fyrir því, að Þorsteinn Skeggjason hafi samið hana. Engin tilraun var þar gjörð til þess að skýra alla þá heift, sem Svínfellinga saga segir frá, en ástæðan fyrir henni kemur varla skýrt fram þar og mun því hafa verið mörgum ráðgáta; það sem missætti þeirra Sæmundar og Ögmundar virðist rísa af, getur varla hafa valdið slíkri heift. Þó er í þriðja kafla sögunnar ein setning, sem ég ætla, að geti skýrt þetta. Þessi setning er svo- hljóðandi: „Þat segja sumir menn, at Ögmundr Helgason tæki Ormi blóð þar á þinginu á gjósæðinni og síðan felldi sóttina at honum“. Eflaust hefur þetta verið slúðursaga og hefir ekki verið sögð í eyra Ögmundar, en hætt er við, að ekki hafi verið gætilega með hana farið í áheyrn Sæmundar. Hvort þau Brandur ábóti og Álfheiður í Svínafclli hafa heyrt hana, skal ósagt látið, en víst er, að þau hafa ekki talið Ögmund valdan að dauða Orms. En hafi Sæmundur heyrt þessa sögu, sem varla fer hjá, virðist eðli- legt, að hann hefði talið, að Ögmundur hefði með þessu orðið föðurbani hans, og þessi grunur verður að vissu, þegar Ögmund- ur vill ekki gefa eftir völdin í hcndur Sæmundi, þegar hann, lög- um samkvæmt, átti að taka við goðorði föður síns, sem Ögmund- ur hafði farið með frá dauða Orms. Sæmundi hefur þó verið vel ljóst, að hann gat ekki reist málssök á hendur Ögmundi vegna þessarar sögu, en hann grípur fyrsta tækifæri til að klekkja á hon- um og sýnir enga vægð. Goðasteinn 73

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.