Goðasteinn - 01.03.1972, Side 11

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 11
Kaupfélagshverfið um 1933. - Frá vinstri: Litli-Hvoll, Arnarhvoli og verzlunar- og skrifstofuhúsnædi Kaupfélags Hallgeirseyjar. - Myndin er teiknuð af Helgu Skúladóttur frá Keldum. nýja framkvæmdastjórá sérstaklcga þakkað, hvcrsu vcl hafði tekizt. Ákveðið var að leggja fé til hliðar í hinn svo nefnda Brunasjóð, er þá breytti nafni og hét upp frá því Byggingasjóður. Þá urðu á fundinum umræður um Heklugosið og tjón af völdum þess. Var samþykkt að Kaupfélagið styrkti nokkuð þá bændur, sem orðið hcfðu fyrir hvað þyngstum búsifjum af cldsumbrotunum 1947. Á þessum fundi var fjölgað um einn mann í varastjórn og Árni Einarsson kosinn. Kaupfélaginu vegnaði áfram vel árið 1947, þótt erfitt væri þá um vörur og skortur á gjaldeyri og skömmtun af ýmsu tagi. Á aðalfundi 1948 var samþykkt að hefjast hið fyrsta handa um að reisa myndarlegt verzlunarhús fyrir félagið og koma upp bifreiða- og búvélaverkstæði ásamt trésmiðju. Fékk félagið fljótlega lóðir undir þessi fyrirhuguðu mannvirki suður við Austurveginn fyrir verzlunarhús og austan Hvolsvegar fyrir verkstæðin. Sameiningar- mál kaupfélaganna voru mjög á dagskrá þessi árin og margt um þau hugsað og rætt. Hinn 14. febrúar 1948 boðuðu formenn Kaupfélags Hallgeirs- Goðasteinn 9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.