Goðasteinn - 01.03.1972, Side 18

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 18
ad neitt um, hvort afkomendur Þorgríms Skrauta hafa búið þar áfram eða ekki. Jón Loftsson í Odda á Rangárvöllum eignaðist Höfðabrekku laust fyrir 1179 svo sem sjá má af Þorláks sögu helga, en þar segir: ,,! þann tíma hafði Jón komizt að Höfðabrekkulandi, er citthvert þótti bezt vera, áður en Höfðá spillti.“ Við kirkjuvígslu á Höfðabrekku gerðust þau þáttaskil í staðamálum Þorláks biskups, sem alkunn eru. Sagan segir, að útsynningsstormur hafi brotið tvær kirkjur á Höfðabrekku en Jón „þar gera látið nýja kirkju og mjög vandaða að smíð“. Þorlákur biskup kom til kirkju- vígslunnar úr Austfjarðarvisitazíu 1179. Það sést af Fellsmúlabréfi, gjörðu í Fellsmúla á Landi 22. febr. 1375, að eignaskipti verða á Höfðabrekku og Kerlingardal og Fellsmúla á Landi. Um gildi bréfsins hefur verið deilt. Sumt, scm þar stendur, kemur vel hcim við Höfðabrekkumáldaga frá 1340 og annað við Fellsmúlamáldaga 1371 og Oddamáldaga 1270, og er því sennilegt að bréfið sé ófalsað. Þórður Kolbeinsson, lík- lega Þórðarsonar, Kolbeinssonar Auðkýlings, selur samkv. bréf- inu Höfðabrekku og Kerlingardal, Ólafi Þorsteinssvni, lögmanni Eyjólfssonar, fyrir Fellsmúla og mikið lausafé. Eigi er ósennilegt, að Höfðabrekka hafi komizt í eigu Auð- kýlinga með seinni konu Kolbeins jarls, er var af Oddaverjaæt.:. Ölafur Þorsteinsson er talinn hafa búið á Höfðabrckku, og hafa tekið við af Þórði Kolbeinssyni. Ölafur drukknaði 1380. Hann var bróðir Sólveigar konu Björns Jórsalafara. Hallur var sonur Ölafs Þorsteinssonar, þeir feðgar voru mikilsháttar menn og komu víða við bréf fyrir norðan, Það verður að telja rnjög líklegt, að Hallur hafi búið á Höfðabrekku eftir föður sinn, og Þorsteinn sonur hans eftir hann, þótt eigi sé unnt að segja það fyrir víst. Dóttir Þorsteins Hallssonar var Sesselja, en hennar fékk Einar Ormsson, Loftssonar hins ríka, er síðar bjó á Stórólfshvoli. Seinni maður Sesselju (um 1471) var Hallsteinn Þorsteinsson frá Stórholti í Fljótum, dóttursonur Árna Dalskeggs. Áðurnefndur Hallsteinn og Eyjólfur lögmaður voru systkinasynir. Eyjólfur Einarsson lög- maður, forfaðir Dalverja- eða Höfðabrekkuættar, var af norð- lenzkri auðmanna, höfðingja- og goðorðsmannaætt, því að lög- 16 Godasteim?

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.