Goðasteinn - 01.03.1972, Side 27
farast orð á þessa leið um Höfðabrekku og ábúendur, í einni af
bókum. sínum: „Skaptfellingar, einkum Mýrdælir, höfðu frá ómuna-
tið metið Höfðabrekku mest allra jarða, ekki einungis vegna
landgæða, heldur einnig eigi sízt af því, að þar höfðu oftast setið
og helzt alltaf virðulegir höfðingjar, friðsamir í nágrenni og stór-
ærlegir".
Lýkur hérmcð þessum þætti um hinn þjóðfræga sögustað,
Höfðabrekku.
Marta ]ónasdóttir:
Fólkið sem hvarf
Sumarið 1953 dvaldi ég um tíma heima hjá mömmu að Kvi-
hólma við Eyjafjöll. Guðrún systir mín var þar einnig þetta sum-
ar. Svo var það einn sunnudag á miðjum slætti í blíðskaparveðri,
að við systurnar löbbuðum útað Hafurshól, eftir hádegið. Með
okkur var telpa frá Selfossi, Erna Sigurjónsdóttir, þá 7-8 ára.
Við fórum beinustu leið út Leirur. Skammt sunnan við Hafurshól
er smá rás, eða lækjarsitra. Þar settumst við niður til að fara
úr sokkunum. Þá sáum við að það var fólk í Hólnum, sem ekki
var óvanalegt, að ferðafólk stanzaði í Hafurshól og gengi þar um.
Þetta fólk, sem við sáum, stóð uppá fremsta hólnum og var
fremur dökkklætt, áaðgizka átta manns. Við héldum áfram uppað
Hólnum og vildum sjá, hvort þetta fólk færi út eða austur, og
hvort það væri á bíl eða hestum. En í hvora áttina, sem það færi,
hlutum við að sjá til ferða þess og eins þó það hefði verið gang-
andi og farið upp í brekku. En þegar upp í Hólinn kom, var
þar ekkert að sjá, ekkert fólk, engir hestar, og enginn bíll fór þar
um langa lengi. Við bókstaflega rannsökuðum Hólinn og umhverf-
ið, en sáum ekkert meira af þessu fólki, bað bara hvarf.
Selfossi, 2. júní 1972.
Goðasteinn
25