Goðasteinn - 01.03.1972, Page 29

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 29
Bærinn á Kársstöðum. Myndin tekin u/n 1952. Þegar ég man fyrst til, var húsaskipan á Kársstöðum, sem hér skal greina. Síðar þrengdist um kost og bærinn drógst saman. Lciguliðanum var þröngur stakkur skorinn: Vcstast í húsaröðinni var hlaða, sem ekki tilhcyrði okkur, og þar geymdi Ásgarðsbóndinn hey fyrir hesta, sem hýstir voru á hæðinni milli Ásgarðs og Kársstaða, og fyrir kindur, sem voru hafðar í húsum þar skammt frá. Þau fjárhús eru enn til. Vestasti hiuti kálgarðanna tilheyrði Ásgarði, hvernig svo scm á því stóð. Næst í húsaröðinni var bygging, sem notuð var sem sumareldhús og þar var geymt ýmislegt, svo sem reipi, amboð (orf, hrífur, ljáir), reiðingar, eldiviður o. þ. h. Ekki var innangengt í þetta hús úr bænum. Næst í röðinni var eldhúsið. Hlóðir voru í suðurenda þess, hlaðnar úr grjóti, en ónn (vindauga) lá frá þeim út gegnum vcgginn niður við jörð. Gegnum óninn komst loft inn að eld- stæðinu. Illt var að elda nema undirblástur væri góður. Fyrir utan óninn var því skjól, hurð eða fleki einhverskonar, sem hag- rætt var þannig að vindur blési sem auðvcldast inn um óninn og undir eldinn, sem var ofan á hellusteinum, sem raðað var þannig, að loft komst upp á milli þeirra. Þegar vindátt var óhagstæð, þurfti oft að snúa skjólinu. Strompur var á þekju, lítið eitt til Goðasteinn 27

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.