Goðasteinn - 01.03.1972, Side 31

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 31
Síðasti bœrinn á Kársstöðurn (um 1930). Myndin tekin af Tjarn- arhólnum. Tjörnin fre/nst á myndinni. Frá bæjardyrunum lágu önnur göng til austurs inn í baðstofuna, og um þau mátti einnig fara inn í fjósið, sem var undir lofti baðstofunnar. Stigi var upp á pallinn, en svo var baðstofuloftið oftast kallað. Ekki man ég nú með vissu, hversu mörg stafgólf baðstofan var, en hygg að þau hafi verið 5 eða 6, en stafgólf er bilið frá einni sperru til annarrar eftir húsinu endilöngu. Gluggi var á enda bað- stofunnar móti suðri og annar á vesturþekju hennar inn við gafl. Tvö rúm voru fyrir gafli og önnur tvö sitt hvorum megin í bað- stofunni fram við gluggann. Skarsúð var á baðstofunni. Á henni var torfþak fyrst er ég man en síðar var austurhlið hennar járn- varin. Lengra hrukku ekki efnin til. Hálfþil var á baðstofunni og sýnir myndin bezt við hvað er átt með því. Fjósið var sem sagt undir baðstofuloftinu og dyrnar út úr því undir baðstofuglugganum. Upphitun var ekki önnur í bænum. Austan við baðstofuna var hesthúsið en sund á milli. Það sund lá upp í húsagarð og um það var gengið þegar farið var í Goðasteinn 29

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.