Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 36

Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 36
sem var við þessa vinna, var ekki burrt nema á bakinu og illa það og oft var því kalt. Hyllzt var til þess að fara í mýri undir haustið, þegar kólnaði í veðri og kom norðanátt, þá lækkaði í vötnunum. Það kom fyrit, að baggar flutu eða þeyttust af klökkunum. Stundum sló lestinni undan svo hún lenti í aurbleytu, stundum náði vatnið upp í bak- reipi, og ekki lagaðist heyið við það. Fullorðin og traust hross voru höfð öftust í lestinni. Kalt var á morgnana að henda sér af reiðingnum niður í brot- ann í mýrinni, því ekki þekktust þá gúmmístígvél. Oft kom fyrir, að lestin lenti í kafhlaupi í teignum, og vildu þá springa gjarðir. Nóg var að hafa 5-6 eða 7 hross í lest í teignum, betra að skipta lestinni ef um fleiri var að ræða. Maður gat sjálfur orðið fastur í verstu flóðunum. Þarna kunni keldusvínið vel við sig, og oft heyrði maður í því. Heyið úr mýrinni var töðugæft en þurfti líka rnikinn þurrk, 5-6 góða daga ef vel átti að vera. Svo var grasið stórvaxið sums staðar, að ríðandi maður gat bundið stráin saman yfir hnakk- bogann á hestinum. Það bar lítið á hundi, sem fór út í grasið til að athuga fugla, maður sá til ferða hans á því, að grasið tifaði að ofan. Ég man, að við Eyjólfur frá Tobbakoti vorum einu sinni í veiði og drógum bátinn austur með Austurhornum, skákum frá Unhól og Bala. Ég var á undan og hélt í vaðinn. Allt í einu dompaði ég niður í botnleysu og greip í störina, sem nærtæk var, en lítil var festan. Þarna var allt sundur skorið með smáhólmum, sem rúlluðu til ef við þá var komið en hvergi sá til rása milli þeirra, svo var grasið þétt og hátt. Betri skilyrði til heyskapar komu þarna, þegar búið var að hlaða í Djúpós. Seinna voru grafnir skurðir í mýrina og sú tíð kom, að dráttarvélar unnu sitt verk, þar sem 7 hross í lest höfðu legið í í einu og allir baggar hrokkið af klökkum. Á FJALLI Einu sinni fórum við Nikulás frá Bala inn á Holtamannaafrétt að gera við báta eins og oft þurfti við. Við áttum samleið með 34 Godasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.