Goðasteinn - 01.03.1972, Side 45

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 45
]ón Árnason, Lœkjarbotnum: Jóns þáttur, Hreiðarssonar Haustið 1889 fluttist að Látalæti til föður míns, Árna K. Jóns- sonar, 72 ára gamali maður, Jón Hreiðarsson fyrrum bóndi í Skarðsseli, sem var hjáleiga frá Skarði. Jón hafði um árabil dvalið í Skarði hjá afa mínum, Jóni Árnasyni, sem andaðist þá um haustið. Af hvaða ástæðum hann fylgdi þessum ættlið meðan kostur var, cr mér ekki kunnugt, en geta má þess til, að þar hafi mestu um ráðið mannkostir Jóns Hreiðarssonar, svo og gamalt og gott nágrenni. Jón var sonur Hreiðars Helgasonar bónda á Galtalæk 1822- 1824 og síðan í Skarðsseli. Jón var fæddur 1817. Hreiðar hefur verið talinn góður bóndi, því 1824 tíundar hann 6 lausafjár- hundruð, auk kúgilda, og 6 menn í hcimili. 1 þá tíð þótti dágóð afkoma cf eitt lausafjárhundrað var á mann. Síðar tíundaði Hreiðar 9-10 hundruð. Árið 1843 fór Jón Hreiðarsson að búa í Skarðsseli og var þá með fjóra heimilismenn en tíundaði 7 hundruð, svo afkoman hefur verið góð. Tíund hans 1852 var 91 /2 hundrað og 7 menn í heimili og 1856 10 hundruð, en eftir niðurskurðinn 1857-58 fór tíund minnkandi hjá Jóni eins og fleirum. Kona Jóns hét Sigríður Magnúsdóttir(P) og mun hafa verið ckkja, er hún átti Jón, og komin úr Árnessýslu. Fyrri maður henn- ar hét Magnús. Eitt barna hennar og Magnúsar var Arndís, er átti fyrir mann Höskuld Jónsson frá Mörk - cinn Merkurbræðra. Höskuldur var talinn greindur vel en svolítið sérkennilegur eins og þeir bræður voru flestir. Hann var eljumaður og þrautseigur og til marks um það cr, að þau hjón fluttu fjórum sinnum bæ sinn. Goðasteinn 43

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.