Goðasteinn - 01.03.1972, Page 47

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 47
holtshólma 29. júlí 1849 og verið jarðsett í Villingaholti 31. s.m. Hér hafa verið hraðar hendur að verki og lítið vandað til, hafi þeir vitað af hverjum þessar líkamsleifar voru, því hvorki voru ekkja Hreiðars, sem bjó áfram í Hvammi, né Jón bróðir hans, sem bjó í Skarðsseli, næsta bæ við Hvamm, látin vita, áður en jarðað var, enda samgöngur erfiðar í þá tíð. Svo mikið er víst, að Jón Hreiðarsson trúði því ekki, að þetta hefði verið Hreiðar, kvaðst hafa leitað sér upplýsinga um, hvernig líkið hafði litið út, og verið sagt, að það hefði verið af frekar litlum manni en Hreiðar verið með stærstu mönnum. ,,Ég þurfti ekki meira“, sagði Jón Hreiðarsson. Arndís ekkja Hreiðars bjó t Hvammi til 1852 við sæmilega afkomu, var öll árin með 4 menn heimilisfasta og lausafjártíund 4-5 hundruð. Arndís fluttist suður í Landeyjar 1852. Sonur henn- ar með Hreiðari var Hreiðar í Stóru-Hildisey, faðir Gottskálks í Vatnshól, síðar í Vestmannaeyjum, föður Hreiðars á Engi í Mos- fellssveit, föður frú Sigurbjargar leikkonu í Garði í Hrunamanna- hreppi og Sigurðar Hreiðars blaðamanns, allt talið gáfufólk. Guðný ekkja Bergsteins bjó á Yrjum til ársins 1851 með 5-7 menn heimilisfasta og tíundar mest 5,18 hundruð. Frá þessum útúrdúr sný ég mér að Jóni Hreiðarssyni. Því miður verður lýsing mín á honum mikið í molum. Þar hef ég við lítið að styðjast, nema hvernig hann mótaðist í minni mínu á barns- og unglingsaldri og svo áframhald af því hjá fólki, sem umgekkst hann síðustu æviár hans. Jón Hreiðarsson var stór vexti sem bræður hans og þrekinn og svaraði sér að öllu vel, en orðinn boginn í baki síðustu árin, þá hvítur fyrir hærum, með þykkt og mikið hár og mcð vangaskegg (barta), hafði verið dökkhærður á yngri árum. Jón var gott gamalmenni svo af bar, sat oftast á bóli sínu og gaf aldrei orð í samræður annarra. Hann bar mikla virðingu fyrir húsbændum sínum. Oftast hafði hann eitthvað á milli handa svo sem að tvinna band eða þráð, tæja og kemba ull og eins hrosshár og flétta reipi að ógleymdu þófinu. Hann þæfði allt til handa og fóta fyrir heimilið, sem var ekki lítið á svo mann- mörgu heimili. Fyrstu árin hjá okkur malaði hann einnig korn. OIl sín verk vann hann mjög vel. Godasteinn 45

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.