Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 51
kunni því vel að meta Jón, sem þá hafði það til að kasta fram
stökum. Þær eru því miður flestar gleymdar. Heimildarmaður að
þessu er Þorsteinn Erlendsson sonur Katrínar.
Það var heimilissiður hjá foreldrum mínum að lesa húslestur á
hverju kveldi allan veturinn, og las faðir minn hann oftast. Ef
næturgestur var, sem oft kom fyrir, þá var honum oft boðið eða
hann beðinn að lesa lesturinn. Þótti það virðingarmerki við gest-
inn. Sumir færðust undan því en aðrir tóku því vel. Svo var það
þá cinu sinni heima, að næturgestur var að lesa lesturinn. Borgar-
heitið Kapernaum kom fyrir í honum, en maðurinn komst ekki
fram úr því, og eftir nokkrar tilraunir, breytti hann því og nefndi
borgina Kastalann. Lauk hann svo lestrinum án fleiri örðugleika.
Daginn eftir, þegar gesturinn var farinn, kom Jón til móður
minnar og sagði: „Illa beit á Kastalann hjá N. N. í gærkveldi"
og glotti við. Svona átti hann til að vera neyðarlegur.
Jón Hreiðarsson var fróðleiksfús og vildi vita allt sem réttast,
enda getur Guðmundur Árnason hans í bókinni Sandgræðslan, er
út kom 1958, á bls. 52 á þá leið, að Jón hafi verið alþekktur að
sannsögli og góðu minni.
Einu sinni vorum við bræður að lesa úr ljóðabók Kristjáns
Jónssonar og lásum ljóðið: „Ekki er allt, sem sýnist. Rís Jón þá
upp og segir: „Er þetta rétt lesið hjá ykkur, drengir?“ Við sögð-
umst ekki geta lesið það öðruvísi, en það voru síðustu ljóðlínur
kvæðisins: „Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki
fyrr en á aldurtilastund." Fer Jón til móður minnar og spyr, hvort
rétt sé lesið. Hún kvað svo vera. „Þá hætti ég að rengja“, segir
Jón, ,,en ég skil ekki þetta orð: aldurtilastund, það hlýtur að vera
einhver ný skáldakenning."
Ekki var Jón ánægður þótt rétt væri lesið, spyr hann þá, sem
hann hélt, að gætu gefið upplýsingar, sóknarprestinn og fleiri, en
fékk ekki þau svör, sem hann var ánægður með, en svo kom sr.
Valdimar Briem um sumarið næsta á eftir. Spyr Jón hann fljótlega
um þýðingu orðsins. Prestur svaraði honum, að aldurtili merkti
endi lífsskeiðs hjá hverjum og einum. Þetta var Jón ánægður með,
enda ræddu þeir sr. Valdimar og hann lengi saman um fornar
bókmenntir, eldri skáldin o. fl.
Goðasteinn
49