Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 52

Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 52
Þetta smáatvik sýnir, að Jón gerði sig ekki ánægðan með annað en það, sem hann hélt vera satt og rétt. Jón var ófeiminn, þótt hann væri fáskiptinn á heimili, og gat rætt við hvern sem var, því hann var bráðskýr og kom vel fyrir sig orði í samræðum. Árið 1897 leystist heimilið í Látalæti upp, húsbændur bæði dáin og fólkið fór hingað og þangað. Gunnar bóndi í Hvammi var þá og nýdáinn. Fór Jón þá að Hellum til Filippusar og Ingibjargar, en það heimili var alveg sérstakt, því þar var alltaf athvarf fyrir þá, sem fáa eða enga áttu að, bæði börn og gamalmenni, og þar andaðist Jón skömmu eftir aldamótin 1900. Jón kastaði fram vísum við ýms tækifæri, en fékkst aldrei til að fara með þær nema einu sinni. Hygg ég, að þar hafi komið til greina vandvirkni hans, en vísurnar lærðum við sumar jafnóðum og þær voru mæltar fram. Fyrsta vísan, sem hann gerði, svo við vissum til, eftir að hann kom til foreldra minna, var um Guð- mund bróður minn. Hún er svona: Guðmund á ég minnast má, mig í sáir kæti, brögnum dável ber af sá í bænum Látalæti. Guðbrandur, sem var uppeldisbróðir minn, kom til foreldra minna á níunda ári. Honum lýsir Jón á þessa leið: Dagfarsprúður, dyggðugur, dável öllum þokkaður, sómagæddur, siðugur, seggurinn heitir Guðbrandur. Einu sinni, þegar ég kom inn um morgun, var Jón ekki klædd- ur. Ég spurði, hvort hann væri lasinn. Hann svaraði mér engu. Ég átti í rúmi mínu svæfil, sem ég tók nú og setti undir vang- ann á Jóni, en koddi hans var með hörðu veri. Um kvöldið kallaði Jón til mín, féklc mér koddann og sagði: ,,Ég þakka þér lánið ein- hvern tíma seinna“. Svo liðu víst ein tvö ár eða meira og þetta atvik var fallið í gleymsku hjá mér. Þá fer Jón með tvær vísur, sem ég fékk að læra. Fara þær hér á eftir: 50 Goðasteinv
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.