Goðasteinn - 01.03.1972, Page 54

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 54
Klökkur í anda með kærleiks frið kossi skilnaðar nú æ minnumst, aldrei hér sjáumst aftur við, endurvaktir á síðan finnumst, þar á ljómandi lífsins jörð með lofsöngs raust þá skulum gjalda þúsund, margfalda þakkargjörð þér, einum Guði um aldir alda. Þessu næst settist Jón á rúmstokk móður minnar og ræddi við hana litla stund, hljóðlega. Hann gerði krossmark yfir henni að skilnaði, og mér er enn í minni, hve stór voru tárin, sem hrundu af augum hans, þegar hann gekk út. Hann hefir að líkindum séð, hvað framundan var, því klukkan 10 um kvöldið andaðist móðir mín, og sonur og móðir voru látin í sömu kistuna. Þegar kistulagt var, hélt Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi ræðu og flutti ljóð Jóns Hreiðarssonar, sem hann fékk að skrifa upp hjá honum. Við jarðarförina flutti séra Ófeigur Vigfússon húskveðju og séra Einar Thorlacius líkræðu, en ræða Eyjólfs þótti langbezt, þótt ólærður væri sem kallað er. Ræða Eyjólfs var til í handritasafni Guð- mundar í Múla, en hvar það safn er nú er vandsvarað. Þegar heimilið í Látalæti var komið til rólegheita, kom Jón Hreiðarsson með föggur sínar, og fögnuðu honum allir. Hann var svo hjá okkur, þar til faðir minn lagðist banalegu sína í ársbyrjun, fór þá að sinni að Hvammi til Gunnars eða Jóns sonar hans. Skömmu eftir andlát föður míns, 4. júní 1896, kom Jón og fór ekki fyrr en heimilið leystist upp og fólkið fór í sína áttina hvert. Jón fór þá að Helium, sem fyrr segir, og hefir þá verið orðinn þurfamaður. Hann gerði ekki víðreist um ævina, og kringum Skarðsfjall var heimili hans allt frá 7 ára aldri. Jón Árnason á Lækjarbotnum í Lan'dsveit (f. 1881, d. 1968) var fræðasjór og sendi Goðaste:ni mörg fræði, scm ekki eru enn að öilu uppurin. Merkir þættir cftir hann hafa áður birzt í ritinu. 1 handriti eftir hann liggur m. a. óprentuð ritgerð um ferðalög, í byrjun samin að tilmælum Rangæingafélagsirrs í Reykjavík. 52 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.