Goðasteinn - 01.03.1972, Page 55
lngunn Jónsdóttir, Skálafelli:
Brot úr
kunningjabréfi
FORMÁLI
Vindsvalan dag í sumarlok 1971 bar fundum okkar íngunnar á
Skálafelli fyrst saman. Við Þorsteinn Guðmundsson frá Reyni-
völlum áttum smalaferð um Suðursveit og það var svosem sjálf-
sagt að renna í hlaðið á Skálafelli og eiga þar stundardvöl. Gott
var að hitta Jón Gíslason og Pálínu konu hans, sem fögnuðu
ókunnum gesti eins og gömlum vini, en mest fannst fræðasafnar-
anum þó til um að hitta Ingunni Jónsdóttur, nær níræða að aldri
með minni og menningu og vizku, sem margir vngri menn mættu
öfunda hana af. Ingunni þékkti ég þá aðeins af orðtón og fróð-
ieiksgreinum nokkrum, sem birzt höfðu í Sunnudagsblaði Tímans.
Stutt. samræðustund í herbergi Ingunnar aflaði mér langra og
góðra kunningjabréfa, og í för með þeim var ýmiss konar fróð-
leikur. Hafi hún heila þökk fyrir.
Bréf, sem Ingunn skrifaði mér 3. febrúar 1972, þykir mér svo
merkilegt, að ég vel það sem fulltrúa hennar og íslenzkrar elli í
þessu Goðasteinshefti. Hana skorti þá aðeins rúman mánuð í 90
Goðasteinn
53