Goðasteinn - 01.03.1972, Side 58

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 58
Söfnuðir hafa lagt sig fram á ýmsum stöðum við að leggja > sjóð til þess að koma upp sinni eigin kirkju og gefið stórar fjár- hæðir tii þess. Þetta hefur tekizt ágætlega, kirkjan hefur risið af grunni með öllum nýtízku þægindum og sem veglegust og ekkert til sparað, söfnuður ánægður yfir framtökum sínum og hugsað með gleði til þess að geta nú tekið sér rólega helgistund í sínu eigin Guðshúsi. Þessi kirkja er vígð af biskupi á einum sólskinsdegi og öll sæti fullsetin af sóknarbörnum og gestum. Þctta endurtekur sig nokkrum sinnum. En svo smáfækkar kirkjugestum, og síðast voru þeir orðnir 9 af 99, sem stofnuðu til kirkjubyggingarinnar, 90 gleymdu kirkjunni. Presturinn boðar til messu kl. 5. Þessir 90 máttu ekki vera að því að fara í kirkjuna, e. t. v. þurftu þeir að fara í leikhús síðar itm kvöldið eða á bíó til að sjá kvikmynd, sem bönnuð var börn- um undir 16 ára aldri. Aðrir voru kannski að sofa úr sér vímu eftir síðustu nótt. Við munum dæmisöguna um þá 10 líkþráu, einn snöri aftur að þakka lækninum, sem gjörði þá alla heilbrigða, og hann spurði: „Voru þeir ekki 10, hvar eru þeir 9?“ Eins hefði presturinn getað sagt við sína 9 kirkjugesti: „Voru þeir ekki 99? Hvar eru þeir 90, sem eiga kirkjuna?“ Þetta, scm hér er sagt, getur gert menn fráhverfa kirkjunni, án þess presturinn eigi sök á því. Ég naut mín vel á jóladag síðastliðinn undir ræðu sr. Fjalars Sigurjónssonar eins og í allri hans viðkynningu utan kirkju og innan. Kórsöngur er mér inndæll að hlusta á. Með gleði í huga minnist ég þeirra stunda og með sömu gleði og þökk minnist ég ungu mannanna, sem voru mér hjálplegir þennan jóladag, Þor- valdar Jónssonar og Sigurgeirs bróður hans, sem sögðu: „Amma! Ef þig langar til kirkju, þá komdu, við skulum styðja þig í bíl- inn.“ Ég vildi óska, að öll ömmubörn væru eins og í minni stóru fjölskvldu. Ég er svo rík að eiga núna 21 langömmu barn, sem öll b.rosa við mér svo langt sem ég næ til þeirra. Sum hafa heim- sótt mig úr Reykjavík og þá beðið mig að spila við sig eða segja sér sögu og fá aldrei nóg af því. Nú er annar febrúar, afmælisdagurinn er 10. marz, og vantar mig það í 90 ára aldur. Allar fjaðrir cru farnar að fjúka af mér, 56 Goðastein/

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.