Goðasteinn - 01.03.1972, Page 60

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 60
Sigurður Björnsson á Kvískerjum: Púsunddyggðajurt Ekki fer milli mála, að Flóra íslands eftir Stefán Stefánsson, olli straumhvörfum um þekkingu manna á jurtum hér á landi, enda má samning hennar og útgáfa teljast eitthvert mesta afrek, sem unnið hefur verið á sínu sviði hér á landi. Stefán getur þess í formála, að hann hafi ekki getað athugað landið eins vel og þurft hefði, og er það sízt að furða, er raunar ótrúlegt hvað hann vissi um íslenzkar plöntur. Þá segir hann einnig að mjög erfitt hafi verið að vita, hvaða alþýðunöfn áttu við hverja plöntu, því oft sé sama nafnið notað yfir margar plöntur, jafnvel óskyldar, og sitt nafnið notað á sömu plöntu á ýmsum stöðum. Margt af sínum fróðleik um nöfn á plöntum hefur hann haft eftir piltum, sem komu í skólann til hans, og er hætt við, að sumt af því hafi verið heldur ónákvæmt. Oft er það svo, að þegar eitthvað vinnst, tapast annað; Flóra íslands veldur því, að nú er lítið um það að hafa, hvernig nöfn hver planta bar áður fyrr fram yfir það, sem Stefán getur um. Eitt nafn hefur mér þótt tortryggilegt, en það er nafnið þúsund- dyggðajurt, sem Stefán segir vera skaftfellska nafnið á klettafrú. Engar sagnir hcf ég heyrt um, að klettafrú hefði verið talin hafa lækningamátt, eða verið notuð til manneldis, eins og ætla mætti að nafnið þúsunddyggðajurt gæfi til kvnna. Móðir mín, Þrúður Aradóttir (f. 1883), sem uppalin var á Fag- urhólsmýri, sagði mér, að í sínu ungdæmi hefði önnur planta verið 58 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.