Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 64

Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 64
Árið 1922 höfðu á leigu Grafarhöfuð þeir Páll Ólafsson á Litlu- Heiði og Magnús Finnbogason í Reynisdal. Sigmaður hjá þeim var Jónatan Jónatansson á Litlu-Heiði. Það sumar urðu mín fyrstu kynni af Grafarhöfðum og Miðaftansbrúnum. Fleiri sumur hafði Magnús leiguhald á Höfðunum en þá með þeim Jóni Árnasyni í Norður-Hvammi og Gunnari Gunnarssyni á Bjargi. Þessi sumur var ég látinn færa mat til bjargmanna og svo að tína saman neðan undir, er að því kom við veiðiskapinn. Var mér verk þetta fýsilegt, nýbreytni frá hversdagsleika. Sigdagarn- ir voru nokkurskonar dýrðardagar fyrir okkur strákana, því alltaf kom það fyrir, að einn og einn fugl flaug og settist svo einhvers staðar í námunda við fjallið. Var þá hlaupið og fýllinn hirtur af einhverjum fýlastrák. Árið 1935 höfðu þeir Jón í Norður-Hvammi og Ólafur Ólafs- son á Lækjarbakka Grafarhöfuðin á leigu. Ólaf vantaði þá sig- mann og leitaði hann til mín. Ég var að vísu bundinn við slátt á heimiii mínu en lét þó tilleiðast að verða Ólafi til hjálpar í vand- ræðum hans. Það tók þrjá daga að hreinsa Grafarhöfuð og Mið- aftansbrýr, og var það allmikil töf frá slættinum, en enginn vildi þá missa af fýlnum, svo notadrjúgur þótti hann þá af bændum. Kom svo að þeim degi, er byrja skyldi, en það var miðviku- dagurinn í seytjándu viku sumars. Við vorum þrír, sem í fjallið fórum, Hermann Jónsson í Norður-Hvammi, Þorsteinn Ólafsson, eldri frá Lækjarbakka, auk mín. Farið var bráðsnemma af stað. Við Þorsteinn höfðum hest með okkur undir böndin. Hermann kom einnig á hesti til fjalls. Venjan var að byrja að síga í Norður-Grafarhöfuð og halda suður eftir, og þeirri venju fylgdum við. Norður-Grafarhöfuð er um 40 faðma hátt og þverhnípt. Voru þar því allhörð sig og þrek- raun að hala sig upp á handvað. Við sigin var sigmaður bundinn í sigband, sem tveir menn sátu undir, en annað band var sett fast upp á brún. Hét það leynivaður, og á honum halaði sig- maðurinn sig. eða gaf í takt við þá sem sátu undir sigbandinu. Nú hófum við að síga, ég seig í bjargið en Hermann og Þor- steinn sátu undir. Fyrstu sigin voru ekki mjög löng, en eftir því sem sunnar dró, hörðnuðu þau. Erfiðasta og norðasta sigið þar var 62 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.