Goðasteinn - 01.03.1972, Side 69

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 69
það, og grjót að því. Þá var brim orðið úr hófi og bar fleiri mönnum saman um það, að í þessum svifum hefðu tvö brimsog vaðið norður yfir fjörukambinn rétt austan við skipin í naust- unum. Menn bjuggust svo fljótlega til heimferðar og tóku hesta sína, scm voru á haglendi rétt norðan við fjöruna, og létu þá spretta úr sporum heim. Skipið kom í land á síðasta lagi, sem var þó aðeins hik, sem kallað var. Við heimkomu sjómanna var svo til sjávar að sjá, að sjórinn óð yfir allar fjörur, eins og yfir þær væri breitt hvítt lérept. Þessi nöfn sjómanna man ég frá róðrinum; auk Halldórs Jakobs- sonar: Bcrgur Pálsson bóndi Borgarhöfn, Jón Sigurðsson Borgar- höfn, þá ungur maður, Bcnedikt Erlendsson bóndi Borgarhöfn, Sigurður Sigurðsson Kálfafelli, þá ungur maður, og Þórður Jóns- son Kálfafelli, einnig ungur maður. Þórður Jónsson varð síðar farsæll formaður um mörg ár við Bjarnahraunssand. Hann hafði sagt, að hann hefði setið við hliðina á Halldóri formanni á land- leiðinni og hefði hann skolfið líkt og hrísla í vindi, og var hann þó niesti fullhugi. Það sagði Sigurður Sigurðsson okkur líka mörgum á kvöldvöku 1906, síðasta haustið, sem hann bjó og dvaldi á Kálfafelli, að nóttina eftir umtalaða sjóferð, hefði hann vaknað í rúmi sínu og svitnað við að hugsa út í ósköpin. Var hann þó karlmenni og fullhugi til hárrar elli. Litlu munaði, að þessi róðrardagur yrði örlagaríkur heilli skips- höfn og reyndar allri svcitinni, hefði slys orðið. Hann var aðeins einn af ótalmörgum, sem gátu ráðið örlögum hér við brimsand- ana, þar sem ægileg brimalda Atlantshafsins kemur æðandi að ströndinni með sínu óútreiknanlega ógnarafli, þegar henni býður svo við að horfa. Leikur einn hefur henni verið það að svipta sundur traustum járnskipum og mola í tætlur. Og hvað þá um smærri fleytur, sem Ientu í fangi hennar? Skrifað á góuþrælinn 1972. Godasteinn 67

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.