Goðasteinn - 01.03.1972, Side 71

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 71
Má ég flytja, meðan sitja menn og fljóð að réttum góðum, þakkarorð frá þessu borði, þcim, sem kveðja á - með stefjum? Presti góðum fyrst - svo fljóði - færum þökk af huga klökkvum, fyrir störfin fögru, þörfu, fyrir boðun Orðs og skoðun. Á öllu sést við erum gestir, allt er hverfult, lán og skerfur, sælutíð og sumarblíða, sérhver draumur knappur, naumur. Eitt er þó, sem andann róar. Örugg trúin höfin brúar, boðar náð og blessun þjáðum, bcinir anda lengst frá grandi. Þessa trú - og það með ljúfu - þú hefur lengi boðað mengi, laus við fjas og fárlegt þrasið, fundið gerla, hvar lá perlan. Prestur í stól, á stíg, í skóla, steina ei bjóða vildir þjóðum. Lcizt þér Orðið líkt og forðum lífsins nestið allra bezta. Hógvært geð og hófleg gleði, hlýja í máli, hvergi prjálið, vinnur traustið fremur en flaustur, fum og rausið endalausa. Máttir kallast eins við alla, unnir smáum líkt og háum. Jafnt í kot þú komst sem slotið, kunnir ci neina mannagreining.

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.