Goðasteinn - 01.03.1972, Page 72

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 72
Óskir bcztu á til gesta. Auðna bjóðist klerki og fljóði. Megi enn, þótt árin renni, una glaður kennimaður. Geyma munu meyjar og gumar minning sanna um hal og svanna. Máttarins faðir þeim fylgi úr hlaði. - Fellur bragur - endar saga. Richard Beck: Til Ólafs Jakobssonar og Sigrúnar dóttur hans frá Vík. Flutt þeim á heimili frændfólks þeirra á Point Roberts í Washington- ríki í Bandaríkjunum. Eru vísur þessar ortar í nafni þeirra beggja, höfundar og Margrétar konu hans, frænku Ólafs. Koman ykkar góða gaf gleði frændum öllum, berið kveðju heim um haf hlíðum, dölum, fjöllum. Heilsið frændum, feðrasveit, fjörðum sumarbjörtum; ættlands brennur ennþá heit ást í vorum hjörtum. 70 Godasteinu

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.