Goðasteinn - 01.03.1972, Side 73

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 73
Sigitrdur Vigfússon á Brúnum: Moldarundrið Ef nokkuð ev til í þessum heimi, sem verðskuldar eftirtekt og heimtar athygli, þá er það þetta, sem Einar Benediktsson hefur skírt svo snilldarlega: „Moldarundrið"; lífið, sem vex á vorin upp úr ,,dauðri“, síkvikri moldinni. Ekkert er betur lagað en það til að vekja þor og þrótt, breyta lífsþreytu og meinskyggni í vilja og von - og hvetja til stórræða. En - vér trúum ekki þó vér sjáum teikn og stórmerki! Augu vor eru svo haldin, að vér þekkjum ekki lífið, þó vér göngum mcð því alla leiðina frá vöggu til grafarinnar. En ef svo ber við, að augu vor opnast, þegar vér sjáum frjófið rjúfa hjúp sinn og svartar bjarkir breytast á svipstundu í ilm- andi Ijósengla - þá snúum vér fagnandi aftur til bræðra vorra og systra og skýrum þeim frá sigurundri lífsins. „Skyggnir“ hefur ekki tíma til þess að ganga langt með ykkur til að „rekja ritningarnar". En þess óskar hann, að þið reynið öll að leita uppi ,,moldarundrið“ og gleðjast með því yfir vorinu - nýju vori „á landi og í lundu“. (H. H.). Og með þeirri von, býður hann ykkur öllum: gleðilegt sumar! Félagsblað Umf. Drífanda u Eyjafjöllum, „Skyggnir" 1911. Goðasteinn 71

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.