Goðasteinn - 01.03.1972, Page 78
botnum sé einskonar leki frá Þjórsá, enda er þarna örskammt á
milli ánna. En ólíkt er vatn þeirra, þar sem Þjórsá er hreint jökul-
vatn en Rangá tært bergvatn, gerilsnevtt gegnurn hraun, sand og
vikur.
Rangá tekur þegar við upptök stefnu til suðurs og suðvesturs,
og heldur þeirri stefnu alla leið þar tii, er hún samlagast systur
sinni, Eýstri-Rangá, og Þverá niður undir Ártúnum í Landeyjum.
Þctta mun vera nálægt 50 km vegalcngd, ef tekin er bein vega-
lengd frá upptökum til ósa. Það et því rangnefni að kalla ána
Rangá. Hún þráast ekkert við að halda „frarn til sjár“. Það gerir
Þvcrá miklu fremur, því hún þráast við að ,,gá í æginn“ og heldur
stefnu beint í vestur svo lengi hún má, eins og hún sé að streitast
við að blanda blóði við Þjórsá, cn felck því ekki ráðið fyrir ofríki
og dugnaði Þykkbæinga.
Nei, Rangá ytri er ekki frekjuleg, hvar sem að henni er komið
eða yfir hana farið, þá er hún vingjarnleg.
En þar sem ekki var ætlan mín að lýsa Ytri-Rangá og umhverfi
hennar, verður ekki farið lengra út í þetta efni hér en þetta látið
duga sem formáli eða umgerð um frásagnir af slysum, sem orðið
hafa við Rangá á röskum 100 árum.
II.
Hefst frásögn mín á drukknun séra Auðuns Jónssonar prests
á Stóru-Völlum, dr. 8. ágúst 1817.
Sr. Auðunn var fæddur (líklega) að Marteinstungu í Holtum
13. júlí 1770, því þá var faðir hans, sr. Jón Hannesson prestur
Efri-Holtaþinga og bjó í Martcinstungu, föðurleifð sinni, en hafði
1775, brauðskipti við sr. Böðvar Högnason, og flutti að Mosfelii
í Mosfellssveit, en sr. Böðvar fékk Holtaþing.
Móðir sr. Auðuns og kona sr. Jóns Hannessonar var Sigríður
Arnórsdóttir sýslumanns í Belgsholti í Melasveit, Jónssonar. Séra
Auðunn lærði undir skóla hjá Hclga konrektor Sigurðssyni; tek-
inn í Reykjavíkurskóla (eldri) 1787, stúdent 1791, var síðan 5 ár
skrifari hjá móðurbróður sínum, Jóni Arnórssyni sýslumanni í
Reykjarfirði.
Séra Auðunn vígðist 10. des. 1797 aðstoðarprestur föður síns
76
Goðasteinn