Goðasteinn - 01.03.1972, Page 80

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 80
d. Jón Auðunsson, barst fyrst vestur í Borgarfjörð með systur sinni og mági og þaðan vestur að Isafjarðardjúpi með föðu'-- bróður sínum, Arnóri, sem verið hafði prestur að Hesti í Borg- arfirði en nú fékk Vatnsfjörð. Jón varð síðar bóndi á Eyri við ísafjarðardjúp. Frá honum er komin Auðunsætt og margra fleiri. e. Þóra Auðunsdóttir, var seinni kona sr. Þórðar Árnasonar að Mosfelli. f. Sigríður Auðunsdóttir, átti Einar ísleifsson á Seljalandi, Eyja- fjöllum. g. Steinunn Auðunsdóttir, (fædd eftir lát föður síns 27. des. 1817} átti Jón Þórðarson í Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Ekkja séra Auðuns, Sigríður, átti síðar (31. maí 1822) Bergstein Guttormsson að Hlíðarenda. Heimild, Isl. æviskrár o. fl. III. Næsta stórslys við Rangá verður 1. apríl (?) 1824, er tveir bændur, Þorgils Magnússon í Bjóluhjáleigu og Jón Jónsson bóndi á Hofi á Rangárvöllum drukkna í Rangá fyrir neðan Bjólu. Þriðji maðurinn, Steinn Guðmundsson í Vetleifsholti, bjargaðist fyrir það, að vettlingar hans frusu fastir á skörinni, og gat Steinn vegið sig upp á því að halda í þá. Hcstar þeirra fóru undir skörina. Mcnnirnir voru að koma frá jarðarför í Odda; vantar mig Kirkjubók Odda frá þeim tíma til að sjá hver var jarðaður þar þennan dag og ár. Það hcvrði ég sagt að þeir Þorgils og Jón mundu hafa ætlað að ráðstafa eign Halldórs í Bjóluhjáleigu, er úti hafði orðið á Háfsmelum fyrr um veturinn. Þorgils í Bjóluhjáleigu var fæddur 1775, Magnússon bónda í Tungu á Rangárvöllum, Þorgilssonar frá Reynifelli. Hcimildarmaður minn að nokkru leyti Öskar Einarsson læknir frá Bjólu. I Sagnaþáttum Guðna Jónssonar, V. h. er sagt frá drukknun tveggja manna í Rangá ofanverðri snemma á 19. öld, auk séra Auðuns, sem áður getur. Öfeigur Jónsson bóndi á Leirubakka drukknaði í Rangá hjá svonefndum Ossateig, var að koma austan frá Selssundi. Það skeði á jóladag 1843. 78 Godasteuri

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.