Goðasteinn - 01.03.1972, Page 83
Höfdingi að heiman ríður.
Haustið krefur fórna sinna.
Dregur að kvöldi dauðinn bíður.
Drengur á .honum gjöld að inna.
Heim á leið hann Rangá ríður.
Rekkur hefur mörgu að sinna,
Dregur að kvöldi, Dauðinn bíður.
Drengur á Iífsins gjöld að inna.
Fákur sínu fjöri heldur,
Fcllur clfar þvngsla straumur.
Riddarinn lokagjöldin geldur.
Genginn er þessi vökudraumur.
Stórviðarjóður stækkar.
Sterkliga er höggvið enn,
Höfðingjum héraðs fækkar,
Hljóðna samfundarmenn.
Þakkir, foringi frækinn,
Framsýnn og ástagjarn,
Ráðhollur, skyldurækinn,
Riddari, saklaust barn.
Hollvinur, hlýjar kveðjur,
Héðan frá margri sál.
Á ljósöldum til þín líður.
Lifðu heill, bróðir! skál!
Einar á Geldingalæk var maður glaðvær og unni glaðværð.
Man ég það úr Landréttum, að þar jók hann ætíð glaðværð með
söng og léttu hjali. Eitt sinn var ég ásamt fleiri ungum mönnum á
leið til fjalls í eftirleit. Vorum við komnir saman í Austvaðsholti,
en það var heimili glaðværðar, er börn þeirra Ólafs Jónssonar og
Guðrúnar voru uppkomin. Kom þar þá Einar á Geldingalæk og
tók þátt í gleði okkar. Sagði Einar þá: ,,í svona félagsskap á ég
heima“.
Goðasteinn
81