Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 19
hann brúka það, þegar Grýla kom að Hreimstöðum í matarbón.
Þá var Þorsteinn við skál og kemur út gustmikill og segir:
Það var nú það,
ég þorði að sjá þig,
bölvuð hamhleypan,
bíddu við lítið.
Ei skal hann Hallur,
heyrðu til mín,
fylla þig, fjandi,
og farðu til skrattans.
Þorsteinn kostaði til skólalærdóms Sigurð Gunnarsson bróður-
son sinn, sem varð prestur á Desjarmýri, síðan á Hallormsstað
1862 og prófastur í Suður-Múlasýslu. Eitt sinn kom Þorsteinn að
Desjarmýri á sunnudag, þegar síra Sigurður var að messa, og
sleppti hesti sínum í túnið, sem stóð í blóma, og gekk svo í
kirkju. Hann sagði frænda sínum, þegar messa var búin, að hann
hefði sleppt hestinum í túnið. Prestur sagði honum hefði víst
verið það velkomið, því hann ætti honum að þakka, að hann væri
í stöðu þeirri, sem hann væri.
Kjartan ísfjörð hét maður, sonur Þorláks Isfjörðs sýslumanns
og Soffíu Erlendsdóttur, danskur í móðurætt. Hann rak verzlun
í Kaupmannahöfn, þegar hann var ungur, varð þar gjaldþrota og
fór huldu höfði til Islands og byrjaði verzlun á Eskifirði, sem
blómgaðist fljótlega, því hann var vinsæll hjá viðskiptamönnum
sínum. Þorsteinn á Hreimsstöðum var eitt sinn staddur í búð
Kjartans og vildi fá í staupinu og lán, en Kjartan neitaði honum
um það, sem hann bað um. Þá mælti Þorsteinn fram þessa stöku:
Fyrri tíðir muna má,
mína lcætir hyggju,
í tunnu einni eg var þá
yfir fluttur bryggju.
Isfjörð vildi ekki heyra meira og lét Þorstein fá það, sem hann
bað um.
Næsti bær er Rauðholt, heldur landlétt jörð til beitar en þó
Goðasteinn
17