Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 43

Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 43
sem síðar verður vikið að. Þessir trúboðsbiskupar hafa vafalaust gert hér mikið gagn, á meðan kristnin var að festa rætur. Ætla má, að þeir hafi lært og vígt presta, sem mikill skortur hefur verið á framan af, vígt kirkjur og verið leiðbeinandi um allt kristnihald, en í byrjun 11. aldar hafa þeir fáu prestar, er í landi voru, yfirleitt verið útlendir, enskir, skozkir, írskir o. fl. Kjör presta voru rýr og engar fastar reglur um þau. Prestar urðu venjulega þjónustumenn þess höfðingja, er kirkjuna reisti, og áttu allt sitt undir honum. En brátt fór að tíðkast, að bændur þeir eða höfðingjar, sem kirkjur reistu á bæjum sínum, tækju sjálfir vígslur og þjónuðu að kirkjunum. Mun þetta upphaflega hafa kom- ið til af því, að goðinn, sem jafnframt hafði verið hofprestur, taldi sér nú skylt að sjá fyrir presti. Er íslenzk kristni hafði vaxið og dafnað um hálfrar aldar skeið, var svo komið, að íslendingar sáu, að betra væri að hafa fastan biskup, íslenzkan, yfir kirkjunni, en þá erlendu trúboðs- biskupa, er verið höfðu. Gissur hvíti, sem mest barðist fyrir kristnitökunni, hafði sent son sinn ísleif, (1006-1080) í skóla í Þlcrford í Westphalen, þar sem hann hafði numið klcrkleg fræði. Kusu nú iandsmenn Isleif Gissurarson til að fara utan og fá biskupsvígslu. ísleifur fór á fund Hindriks 3. keisara (1039-1056), en hann gaf honum vegabréf um allt ríki sitt og hélt þá Isleifur á fund páfa, Victors 2. (1055-1057) en páfi sendi hann til Aðal- berts erkibiskups í Bremen (1043-1072) og vígði hann ísleif á hvítasunnudag 1056 til íslands. Ekki var hann vígður til ákveðins stóls, því að fyrir því höfðu landsmenn ekki hugsað. En ísleifur settist að sem biskup á jörð sinni Skálholti. Hann skildi við Döllu konu sína að því er hermir í fsleifs þætti, en hún bjó áfrarn á hálfri jörðinni. Við konu sína hefur fsleifur vafalaust skilið sam- kvæmt boði páfa, en um þær mundir er farið að gæta áhrifa af kröfum fulltrúa Clunystefnunnar um einlífi kirkjunnar þjóna. Ekki mun þó ísleifur hafa barizt fyrir einlífi klerka hérlendis, þótt víst sé hins vegar, að hann reyndi að bæta siðferði manna, er bezt kemur fram í þeim orðum Hungurvöku, er segir, að fsleifur hefði nauð mikla í sínum biskupsdómi af óhlýðni manna. „Lögmaður átti mæðgur tvær, ok þá lögðust sumir menn út í Goðasteinn 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.