Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 28
nema fjaðrapenna og lítilsháttar byrjað að draga til stafs með
þcim. Svo sýndi hann mér að reikna, fyrst að skrifa tölustafina,
og það gekk allvel. En í sjálfum reikningnum skildi ég ekkert,
og það alla vikuna út, og olli það því, að ég var með hugann
upptekinn af bókum Halls, enda skauzt ég til að lesa í þeim,
þegar ég gat. Næst byrjaði prestur að segja mér til í dönsku, tók
lestrarkver eftir Sveinbjörn Hallgrímsson á dönsku og íslcnzku,
önnur blaðsíðan á dönsku en hin á íslenzku. Hann las fyrir mér
á dönsku til að kynna mér framburðinn og þýddi svo á íslenzku,
yfirgaf mig svo og setti mér fyrir, að skila sér á hverjum degi
blaðsíðu, átti að lesa hana fyrst á dönsku í hljóði og svo að ís-
lenzka hana. Nú var ég í vandræðum. Ég fann, að ég mundi
geta lesið blaðsíðuna á dönskum framburði þegar prestur kæmi,
nokkurnveginn einsog ég heyrði hann lcsa, því það kostaði aðeins
minni, en að íslenzka hana var erfiðara, íslenzka blaðsíðan blasti
við mér á sömu opnu og sú danska, enginn lás á milli. Mig greip
sú freisting, að læra þá íslenzku utanað, og það veitti mér létt,
og svo þegar presturinn kom, las ég honum fyrst á dönsku og
þýddi svo á íslenzku, einsog kallað var, - kunni blaðsíðuna
reiprennandi. Prest grunaði ekkert, lauk lofsorði á mig, þegar
ég fór heim, hvað vel mér hefði gengið með dönskuna.
Ég hefi stundum á ævinni hlegið að þessu með sjálfum mér,
og hefi þá reynt að réttlæta sjálfan mig með því, að hugsa sem
svo, að það hefði ekki verið von, að ég, sem þá var barn að
aldri, skildi hvað það þýddi, að vera sjálfum sér trúr þegar
maður var að læra, og óhyggilegt af kennaranum, að leggja
þetta agn fyrir mig, þó ekki gengi honum misjafnt til.
Síra Jakob hafði fagra söngrödd og tónaði vel fyrir altari.
Fermingarræður hans voru góðar, og vel mátti heyra af fram-
burði hans, að af einlægni og alvöru hjartans var talað.
Síra Jakob bjó eitt ár á Hjaltastað, áður en hann kvæntist, á
móti síra Jóni Guðmundssyni. Ég man, hversu mikið hann virti
hinn hciðraða öldung, síra Jón, sem flutti þá í burtu vorið 1857,
til Þorkels Sigurðssonar í Njarðartúni, sem vanalega var kallað
að Stekk. Það var kotbýli skammt frá heimajörðinni í Njarðvík.
Eftir fárra ára dvöl þar flutti hann að Ánastöðum í Hjaltastaða-
26
Goðasteinn