Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 30
stað, en síra Jakob um Kirkjubæ, svo hann þyrfti ekki að fara
af Austurlandi, og til að flýta fyrir málinu, sendi síra Jakob einn
vinnumann sinn suður í Reykjavík um vetrartíma í þessum
erindagjörðum. En Pétur biskup Pétursson varð ekki við bón
prestanna, svo síra Jakob mátti flytja frá Hjaltastað vestur að
Miklabæ vorið 1875.
Síra Birni Þorlákssyni, prests á Þönglabakka í Þingeyjarsýslu,
var veittur Hjaltastaður, og flutti hann þangað vorið 1875.
Faðir síra Björns var Þorlákur prestur á Skútustöðum við Mý-
vatn, Jónsson, prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar. Þegar síra
Björn kom að Hjaltastað, var hann um það 24 ára, fæddur
1851, þá var hann orðinn manna mestur og sterkastur og munu
fáir hafa vitað, hversu mikið afl hans var. Líka var hann hár
og þrekinn á vöxt. Fljótt kom í ljós, að það var betra, að hafa
hann með sér en mót, og eins að hann var djúpvitur maður. Á
skólaárum hans var ekki farið að kenna ensku í latínuskólanum,
en síra Björn hafði numið hana utanskóla. Ræðumaður mun
hann hafa verið allgóður, en enginn raddmaður til söngs.
Beint í norður frá Hjaltastað stendur bærinn Jórvík, og þar
hjá hjáleigukot, sem kallast Jórvíkurhjáleiga. I Jórvík hafði Þor-
valdur Þiðrandason, faðir Droplaugarsona, vetrardvöl við fjórða
mann, þegar hann kom úr utanför sinni, og hafði hann þá í
þeirri utanför kvænst Droplaugu.
Hallsteinn hét bóndi sá, sem þá bjó í Jórvík. Hann var frændi
Þorvaldar og þeirra Njarðvíkinga.
Jórvík er fremur landlétt jörð tii beitar, en gefur af sér
mikinn heyskap. Afarstór tjörn með stargresi er í landinu, og
var það sjaldan, að Jórvíkurbóndanum tókst að ná öllu heyinu
úr henni handa sjálfum sér, léði parta í henni nágrönnum sínum.
í kringum tjörnina eru harðvellisbakkar, sem gefa af sér mikið
og gott hey.
Hcllir er í Jórvíkurlandi, langur og mjór. Sagt var, að Níelsi
Evertssyni hefði aldrei líkað að hafa náttstað í Jórvíkurhelli.
Við börnin úr nágrenni við Jórvík stóðum oft við hellismunnann
og gægðumst inn, höfðu ekki áræði til að fara alveg inn í hellinn.
28
Goðasteinn