Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 30

Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 30
stað, en síra Jakob um Kirkjubæ, svo hann þyrfti ekki að fara af Austurlandi, og til að flýta fyrir málinu, sendi síra Jakob einn vinnumann sinn suður í Reykjavík um vetrartíma í þessum erindagjörðum. En Pétur biskup Pétursson varð ekki við bón prestanna, svo síra Jakob mátti flytja frá Hjaltastað vestur að Miklabæ vorið 1875. Síra Birni Þorlákssyni, prests á Þönglabakka í Þingeyjarsýslu, var veittur Hjaltastaður, og flutti hann þangað vorið 1875. Faðir síra Björns var Þorlákur prestur á Skútustöðum við Mý- vatn, Jónsson, prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar. Þegar síra Björn kom að Hjaltastað, var hann um það 24 ára, fæddur 1851, þá var hann orðinn manna mestur og sterkastur og munu fáir hafa vitað, hversu mikið afl hans var. Líka var hann hár og þrekinn á vöxt. Fljótt kom í ljós, að það var betra, að hafa hann með sér en mót, og eins að hann var djúpvitur maður. Á skólaárum hans var ekki farið að kenna ensku í latínuskólanum, en síra Björn hafði numið hana utanskóla. Ræðumaður mun hann hafa verið allgóður, en enginn raddmaður til söngs. Beint í norður frá Hjaltastað stendur bærinn Jórvík, og þar hjá hjáleigukot, sem kallast Jórvíkurhjáleiga. I Jórvík hafði Þor- valdur Þiðrandason, faðir Droplaugarsona, vetrardvöl við fjórða mann, þegar hann kom úr utanför sinni, og hafði hann þá í þeirri utanför kvænst Droplaugu. Hallsteinn hét bóndi sá, sem þá bjó í Jórvík. Hann var frændi Þorvaldar og þeirra Njarðvíkinga. Jórvík er fremur landlétt jörð tii beitar, en gefur af sér mikinn heyskap. Afarstór tjörn með stargresi er í landinu, og var það sjaldan, að Jórvíkurbóndanum tókst að ná öllu heyinu úr henni handa sjálfum sér, léði parta í henni nágrönnum sínum. í kringum tjörnina eru harðvellisbakkar, sem gefa af sér mikið og gott hey. Hcllir er í Jórvíkurlandi, langur og mjór. Sagt var, að Níelsi Evertssyni hefði aldrei líkað að hafa náttstað í Jórvíkurhelli. Við börnin úr nágrenni við Jórvík stóðum oft við hellismunnann og gægðumst inn, höfðu ekki áræði til að fara alveg inn í hellinn. 28 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.