Goðasteinn - 01.03.1973, Side 68

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 68
þrjár dætur nokkuð vaxnar. Steinunn kom á undan og mig minnir Sveinbjörg, elzta dóttirin. Oiafur kom seinna og kom að Upp- sölum eins og hann var vanur á ferðum sínum. Þá sagði hann Gísla mínum, að búið hefði verið tekið upp, þegar hann var á ferðalagi austur á landi, og hann komið heim að tómum kofa, en vera má, að hann hafi vitað, hvað stóð til. Ólafur bað Gísla minn að selja sér hest, þetta sé svo léleg bykkja, sem hann sé á, en hann hafi enga peninga. Gísli selur honum brúna hryssu, fallega. Svo heldur Ólafur áfram. Vestur-Skaftfellingar tóku vel á móti Steinunni. Póstarnir sögðu mér, að hún hefði mátt kjósa sér stað til að vera á og mátt skipta, þegar hún vildi. Hún var eitthvað veikluð en fékk heilsuna. Engir skilmálar fóru á milli Gísla míns og Ólafs um borgun á hryssunni, og voru nú sumir að ergja sig út í Gísla, hann fengi hryssuna aldrei borgaða, en þó kom þeim þessi sala ekkert við. Ólafur sezt að á Brunasandi og bjó þar í mörg ár með Júlíu dóttur sinni. Eftir árið sendi hann Gísla peningana fyrir hryssuna, alveg toppverð. Mörgum árum seinna komu Ólafur og Júlía dóttir hans vel hress og á góðum ferðahestum. Þá átti að ferma Ólaf Gunnarsson. Þegar Júlía var á Stafafelli í Lóni, eignaðist hún hann með Gunnari Snjólfssyni, sem nú er hreppstjóri á Höfn. Nú voru þau, hún og faðir hennar, að færa Ólafi nýjan hnakk og beizli í fermingargjöf. Ólafur Gunnarsson er sálfræðing- ur og kannast víst margir við hann. Hann ólst upp í Vík í Lóni og er tryggur við Lónið. Ólafur og Júlía komu um vor. Ólafur sagði, að Steinunn kona sín hefði tekið að sér sauðburðinn meðan þau fóru þessa ferð. Steinunn var systurdóttir Eyjólfs á Reynivöllum, mikið vel gefin, greind og myndarleg. Ég kynntist henni dálítið á Reynivöllum, hún var þar í dvöl hjá frændfólki sínu sér til hressingar. Við fengum alltaf frétt með Hannesi pósti og Þorláki Þorlákssyni, sem kom oft í stað Hannesar. Þeir gistu hjá okkur og gátu sagt okkur um líðan þessa fólks, sem þurfti að taka á móti svo mikl- um erfiðleikum og hverfleika lífsins. Allt er gott, þegar endirinn er góður. Páil Benediktsson átti tvo parta af Smyrlabjörgum. Fylgdu þeim 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.