Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 14

Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 14
þegar þeir gjóta hvolpum sínum. En sjaldan fundust greni þeirra þar, fyrr en ef það bar við eftir fráfærur, þegar hvolparnir voru farnir að stálpast og rcfirnir lögðust á sauðfc, þá sáust einhverjar menjar af björginni, sem þeir báru heim til sín, úti fyrir holum þeirra. HJALTASTAÐAÞINGHÁ - GRÝLA, SEM BÝR í DYR- FJÖLLUM, FER UM SVEITINA I MATARBÓN Það tíðkaðist í Hjaltastaðaþinghá einsog í fleirum sveitum á íslandi, að þegar börn voru óþæg, þá voru þau hrædd á ófreskjum, sem ekki voru til, og kölluðust þær ófreskjur grýlur. Sagt var, að þau (svo) tækju börnin og létu í belg og bæru þau heim til sín og ætu þau. Skáld sum ortu gamankvæði um þessar sveitargrýlur, t.a.m. síra Jón Guðmundsson á Skeggjastað á Ströndum orti kvæði um Stranda-Grýlu, og einhver orti um Fljótsdals-Grýlu. Björn hét maður og var Ólafsson. Hann bjó á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Móðir hans hét Sigríður Sigurðardóttir, systir Jóns á Skjöldólfsstöðum. Björn var gleðimaður og vel hagorður. Hann orti kvæði um Hjaltastaðaþinghár-Grýlu. Hann lætur hana búa í Dyrfjöllum, og þegar hún er orðin matarlaus, leggur hún af stað ofan í sveit með stóran, belg og kemur á alla bæi í Hjaltastaðaþinghá og biður bændur að gefa sér einhvern matar- forða eða þá barn ef ekki sé annað fyrir hendi, því börnin séu sér eins notagóð til munns að leggja og hvað annað. Kvæðið er mjög fyndið, höfundur lýsir öllum bændum í sveitinni eins rétt og unnt er, lætur þá koma með orðatiltæki, sem þeim voru töm- ust, þegar Grýla fer að beiðast ölmusu af þeim, og eins er með útlátin við hana, sumir brugðust höfðinglega við en sumir smá- smugulega, og einstaka bóndi lét það ekkert heita. Grýla var tvo daga í ferðinni, lagðist seinast upp til fjalls frá Hlaupandagerði, sem var hjálendukot undan Sandbrekku. Þar bjó Gísli Pétursson, búhöldur mikill. Hans orðatiltæki var vanalega: „Ójæja, hcilla mín“. Þegar Grýla bað hann að gefa sér eitthvað, svaraði hann: „Ójæja, heilla mín, hvað er þá annað en gleðja þig eitthvað". Gísli mælti: „Hér er þá hrútur, hann er þrevetur, hann skaltu eiga ef þér líkar betur". 12 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.