Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 75
Oddgeir Guðjónsson i Tungu
„Hér legg ég
orð í belg“
Margt hefur verið rætt og ritað um manntjónið á Fjallabaks-
leið árið 1868, þegar þeir urðu úti þar Þorlákur í Gröf, Jón
Runólfsson, Árni Jónsson og Davíð frá Leiðvelli, og sýnist þar
sitt hverjum, hvað varð þess valdandi að þeir náðu ekki í Hvann-
gil eins og fyrirhugað var. Sjálfsagt hefur átt sinn þátt í því,
mjög slæm færð á Mælifellssandi vestanverðum og sennilega ófær
kvíslin, sem rennur framanvið Hvanngilið, en yfir hana varð að
fara ef komast átti í sæluhúsið í Gilinu, eins og þeir höfðu
ákveðið, og gista þar. Má geta sér til, að jafn einbeittir menn og
þeir félagar voru, hafa ekki snúið frá Kvíslinni að óreyndu og
sjálfsagt hlotið þar nokkurn hrakning. Sennilegt er, að þeir hafi
horfið þar frá vonsviknir og haldið til efri leiðarinnar, sem liggur
með undirhlíðum Torfajökuls, en þreyta og frost neytt þá til að
setjast að undir klapparbríkinni, þar sem líkin fundust og hefur
þá verið suðvestan átt, sennilega með hvössum éljum.
I frásöguþætti, sem Pálmi heitinn Hannesson ritaði um þetta
slys í 1. bindi bókarinnar Hrakningar og hciðarvegir, lætur hann
að því liggja að Jón Runólfsson, kempan, hafi notað mathníf
Goðasteinn
73