Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 45
ur fróði og Markús Skeggjason lögsögumaður (1084-1107).
Mcð tilliti til íslnzku tíundarlaganna skal það tckið fram, að þau
voru ólík því, sem tíðkaðist í öðrum löndum, en þar var tíund
hluti af uppskerunni, en á íslandi var um eignaskatt að ræða.
Um tíundarlög sjá Dipl. ísl. I 70-162. Tíund var lögtekin á alþingi
sumarið 1096 og var það nokkru fyrr en tíund komst á á hinuni
Norðurlöndunum. I Noregi á dögum Sigurðar konungs Jórsala-
fara, en þó fyrst eftir 1120 í tíð Símonar biskups, og í Danmörku
litlu scinna á dögum Nikulásar konungs, cn í Svíþjóð ekki fyrr en
alllöngu síðar. Gissur biskup, sem sjálfur var höfðingi og goðorðs-
maður, vann að lagasmíð þessari mcð höfðingjum landsins, og er
því ekki að undra þótt hún beri nokkurn keim af því. Tíundin
skyldi skiptast í fjóra hluti og fengu þar af kirkjur einn og prest-
ar einn, en oft rann það óskipt til þeirra stórbænda, cr jarðirnar
áttu og höfðu látið reisa á þeim kirkjur, voru sjálfir prestar eða
héldu presta. Einn hluti rann til biskups og bætti það mjög úr
því vandræða ástandi, er verið hafði, þá biskuparnir höfðu engar
fastar tekjur. Fjórði hlutinn rann til þurfamanna og einnig það var
hin hyggilegasta ráðstöfun frá sjónarmiði hinna efnuðu í landinu,
sem byrðar fátækraframfærslu lentu annars á.
Annar mestur atburður í tíð Gissurar, var stofnun biskupsstóls
fyrir Norðurland. Sá fjórðungur var stærstur og fjarlægastur
Skálholti, svo að ætla má, að Norðlingum hafi þótt sem biskup
sinnti þcim varla nóg. Einnig cr hægt að hugsa sér að höfðingjum
nyrðra hafi þótt nóg um útlát þau, er bárust úr fjórðungnum í
biskupstíundina til Skálholts og einmitt þess vegna óskað eftir
eigin stól. Þeir bentu og á, að síður mundi biskupslaust í landinu,
ef tveir væru biskupar. Gissur veitti Norðlendingum bæn þeirra
og var valinn til biskups Jón Ögmundsson, prestur að Breiðabó'-
stað í Fljótshlíð. Hann fór utan með bréfum Gissurar biskups á
fund Paschalis 2. páfa (1099-1118) og síðan á fund Össurar
erkibiskups (1104-1137) í Lundi, sem vígði hann 1106. Jón hélt
því næst til íslands og setti biskupsstólinn á Hólum í Hjaltadal.
Með komu Jóns biskups færist nýr andi og líf í kristnina norð-
anlands. Hann hafði hlotið klerklega mcnntun í Skálholti hjá
ísleifi biskupi, cn cftir það leitað til útlanda og stundað nám
Goðasteimi
43