Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 44
víking ok á herskip“. Þá komu og erlendir biskupar, þeir er
margt buðu linara en ísleifur biskup og urðu því vinsælir við
vonda menn. Sumir hinna erlendu biskupa eru nefndir ermskir,
frá Armeníu, og má því ætla, að þeir hafi haft aðrar trúarkenn-
ingar. Að lokum fór svo, að erkibiskup bannaði mönnum að
þiggja þjónustu af þeim, og hurfu þeir þá úr landi. ísleifur rak
skóla í Skálholti og kenndi prestlingum og mun það ekki hafa
verið vanþörf, því að mikil prestafæð hefur verið í iandinu. Tveir
ncmcnda hans verða síðar biskupar, þcir Kolr Vikverjabiskup og
Jón Ögmundsson Hólabiskup. ísleifur var biskup í 24 ár og
andaðist 1080. Þá var kosinn til biskups Gissur sonur hans. Var
hann lcngi tregur til og taldist undan á marga vegu. ,,En höfð-
ingjar hétu honum, að halda hlýðni um öll guðs boðorð, þau er
hann legði, ef honum yrði biskupsvígslu auðið“ (Hungutvaka).
Fór hann þá utan til vígslu og hélt á fund Licmero erkibiskups
í Bremen. Það var vorið 1082. En þá var svo komið vegna deilna
Hinriks 4. og páfa í tignarskrýðingarstríðinu, að allt embætti hafði
verið tekið af erkibiskupi, þar sem hann studdi keisarann. Gissur
hclt því á fund páfans í Róm og sagði honum allan málavöxt
ferðar sinnar. Páfinn, Gregor 7., sendi hann þá til Hardvigs
erkibiskups í Magdeburg og bauð, að hann skyldi gefa honum
vígslu. Gissur kom út árið eftir, þ. c. 1083. Tók hann skjótt
mikla virðing í embætti sínu og má segja, að með honum hefjist
verulegt þroskaskeið íslenzku kirkjunnar. Hann lét gjöra kirkju
nýja í Skálholti og helgaði Pétri postula. Er hann, eftir lát Döllu
móður sinnar, fékk yfirráð alls lands í Skálholti, lagði hann jörð-
ina til kirkjunnar. Hann kvað svo á og fékk í lög leitt, að stóll
biskups þess, er á íslandi væri, skyldi alltaf vera í Skálholti.
Gissur biskup skildi við konu sína, sem faðir hans hafði gert, að
boði páfa. Skörungsskapur og röggsemi Gissurar kom víða fram
og svo mjög stillti hann til friðar og jafnaði deilur höfðingja, að
vopnaburður og vígaferli lögðust af til muna um hans daga. En
mesta afrek Gissurar var það, að hann kom á tíund og sýnir
það bezt, hversu áhrifa hinnar almennu kirkju er hér farið að
gæta á hans dögum. Gissur biskup fékk höfðingja landsins á sitt
mál og unnu mest að tíundarlöggjöfinni með honum þeir Sæmund-
42
Goðasteinn