Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 51

Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 51
Tímarnir breytast og nýjar kenningar og viðhorf koma fram innan kirkjunnar. Mikil átök eiga sér stað milli hins andlega og veraldlega valds um allan hinn kristna heim. íslenzka kirkjan hafði komizt hjá þeim átökum og haldið vel þjóðlegum sérein- kennum sínum um langt skeið. Hinn framandi máttur páfakirkj- unnar færist þó nær eftir því sem árin líða. Stofnun erkistólsins í Niðarósi markar tímamót, sem mjög urðu afdrifarík fyrir kirkj- una og íslenzku þjóðina á öllum sviðum. Hinn fyrsti erkibiskup Jón Birgisson, virðist þó ekki láta sig íslenzku kirkjuna máli skipta, enda lifði hann stutt og hefur vafalaust haft í mörg horn að líta í Noregi. Og einnig Eysteinn erkibiskup virðist fara var- lega af stað og ekki er að sjá, að hann hafi reynt að gera Brand Sæmundsson Hólabiskup, (sem hann vígði 1163), að boðbera sínum og forvígismanni hinnar nýju stefnu í kirkjumálum. Þorlákur biskup er ekki til höfðingja borinn, hann er af fátæku foreldri, gengur ungur í þjónustu kirkjunnar, hlýtur góða mennt- un í þeim löndum, sem þá voru miðstöðvar hins nýja trúarlífs og þar sem kirkjan sótti örugglega fram, í Frakklandi og Eng- landi. Þorlákur biskup er gripinn af hinni nýju stefnu um frelsi kirkjunnar og einnig hreinlífishugsjóninni, hann er fyrsti klaustur- maðurinn á íslenzkum biskupsstóli. Með honum eignast Eysteinn erkibiskup einlægan lærisvein, sem hann öruggur gerir að boð- bera sínum á íslandi. En það var við ramman reip að draga og margar aðstæður utanlands og innan urðu þess valdandi, að Þor- láki biskupi varð ekki meira ágengt, en raun ber vitni um. Hin rótgróna, þjóðlega goðakirkja þoldi marga holskeflu þar til yfir lauk og hin alþjóðlega páfakirkja hafði sigrað. En Þor- lákur biskup lyftir merkinu og hefur baráttuna, þessa skæðu og örlagaríku baráttu, sem lyktar með fullum sigri kirkjunnar, þó ekki fyrr en seint á 13. öld. En er hin nýja stefna í kirkjumálum hafði sigrað og kirkjan hafði öðlast frelsi, var lítið orðið eftir af stjórnmálaiegu frelsi íslendinga og sjálfstæði. Þessi ritgerð var inngangur að prófritgerð um Þorlák biskup helga og vax- andi áhrif hinnar alþjóðlegu páfakirkju á íslandi. Lögð fram á cand. philol. prófi við Háskólann í Osló árið 1954. /. R. H. Goðasteinn 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.