Goðasteinn - 01.03.1973, Side 51
Tímarnir breytast og nýjar kenningar og viðhorf koma fram
innan kirkjunnar. Mikil átök eiga sér stað milli hins andlega og
veraldlega valds um allan hinn kristna heim. íslenzka kirkjan
hafði komizt hjá þeim átökum og haldið vel þjóðlegum sérein-
kennum sínum um langt skeið. Hinn framandi máttur páfakirkj-
unnar færist þó nær eftir því sem árin líða. Stofnun erkistólsins
í Niðarósi markar tímamót, sem mjög urðu afdrifarík fyrir kirkj-
una og íslenzku þjóðina á öllum sviðum. Hinn fyrsti erkibiskup
Jón Birgisson, virðist þó ekki láta sig íslenzku kirkjuna máli
skipta, enda lifði hann stutt og hefur vafalaust haft í mörg horn
að líta í Noregi. Og einnig Eysteinn erkibiskup virðist fara var-
lega af stað og ekki er að sjá, að hann hafi reynt að gera Brand
Sæmundsson Hólabiskup, (sem hann vígði 1163), að boðbera
sínum og forvígismanni hinnar nýju stefnu í kirkjumálum.
Þorlákur biskup er ekki til höfðingja borinn, hann er af fátæku
foreldri, gengur ungur í þjónustu kirkjunnar, hlýtur góða mennt-
un í þeim löndum, sem þá voru miðstöðvar hins nýja trúarlífs
og þar sem kirkjan sótti örugglega fram, í Frakklandi og Eng-
landi. Þorlákur biskup er gripinn af hinni nýju stefnu um frelsi
kirkjunnar og einnig hreinlífishugsjóninni, hann er fyrsti klaustur-
maðurinn á íslenzkum biskupsstóli. Með honum eignast Eysteinn
erkibiskup einlægan lærisvein, sem hann öruggur gerir að boð-
bera sínum á íslandi. En það var við ramman reip að draga og
margar aðstæður utanlands og innan urðu þess valdandi, að Þor-
láki biskupi varð ekki meira ágengt, en raun ber vitni um.
Hin rótgróna, þjóðlega goðakirkja þoldi marga holskeflu þar
til yfir lauk og hin alþjóðlega páfakirkja hafði sigrað. En Þor-
lákur biskup lyftir merkinu og hefur baráttuna, þessa skæðu og
örlagaríku baráttu, sem lyktar með fullum sigri kirkjunnar, þó
ekki fyrr en seint á 13. öld. En er hin nýja stefna í kirkjumálum
hafði sigrað og kirkjan hafði öðlast frelsi, var lítið orðið eftir af
stjórnmálaiegu frelsi íslendinga og sjálfstæði.
Þessi ritgerð var inngangur að prófritgerð um Þorlák biskup helga og vax-
andi áhrif hinnar alþjóðlegu páfakirkju á íslandi. Lögð fram á cand. philol.
prófi við Háskólann í Osló árið 1954.
/. R. H.
Goðasteinn
49