Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 69
miklar og góðar engjar, Nípur og Grind, sem var umgirt Heiðna-
bergsvötnum og Kolgrímu og því þangað yfir mikil og straumþung
vötn að fara. Á Grind voru miklar stararsvæður og ferginissvæða
og svo smástör á harðvelli. Þetta var gott kúafóður. Leigjendur
Páls á Ekru og í Sjónabergsbrekku máttu slá í bithaga í óskiptu
Smyrlabjargarlandi og svo fengu þeir að slá í Svínavatnsmýrum
í fjalllendi, sem tilheyrir Uppsalalandi. Þar er nokkuð stórt stöðu-
vatn, sem Svínavatn heitir, og Sýrhellir í standbergi fremst á
brún yfir Uppsalabæ. Stefán Einarsson prófessor sagði, að nafnið
benti til þess, að þar hefðu svín verið hirt. Líka var þar lítill
skúti. Hrafnabjargir eru þar nokkuð vestar. Þangað fórum við
krakkar á Smyrlabjörgum til berja, og okkur var skipað að fara
um á Uppsölum og fá leyfi hjá Þóru Jónsdóttur að mega tína þar
ber, sem var auðsótt, það voru falleg krækjuber og bláber,
fallegri en þau, scm uxu í Helguhvömmum upp á fjalli í landar-
eign Smyrlabjarga.
Landamörk Smyrlabjarga og Uppsala voru sögð milli Helgu-
hvamma og Svínavatnsmýra. Hér er fallegt uppi á fjallinu, sem
nefnist Borgarhafnarfjall, er vestar dregur.
Páll Benediktsson hafði beztar ástæður til að hjálpa upp á
þetta bágstadda fólk, sem settist að á Mörk. Páll var hjálpsamur
við það og tók enga landskuld og ekkert lóðargjald af þeim, sem
voru á Ekru og Sjónabergsbrekku, og ekkert setti hann Páli Hans-
syni veturinn, sem hann settist þar að. Hvað á snauður fyrir að
láta? Þetta fólk átti ekkcrt nema fötin, sem það stóð í. Páll var
friðsamur maður, og hefur honum ekki þótt borga sig að fara að
kalla eftir neinu af sveit þessara, sem þarna voru að hrekjast
milli sveita. Hörð voru þau kjör, sem þetta blessað fólk varð
að líða.
Goðasteinn
67