Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 69

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 69
miklar og góðar engjar, Nípur og Grind, sem var umgirt Heiðna- bergsvötnum og Kolgrímu og því þangað yfir mikil og straumþung vötn að fara. Á Grind voru miklar stararsvæður og ferginissvæða og svo smástör á harðvelli. Þetta var gott kúafóður. Leigjendur Páls á Ekru og í Sjónabergsbrekku máttu slá í bithaga í óskiptu Smyrlabjargarlandi og svo fengu þeir að slá í Svínavatnsmýrum í fjalllendi, sem tilheyrir Uppsalalandi. Þar er nokkuð stórt stöðu- vatn, sem Svínavatn heitir, og Sýrhellir í standbergi fremst á brún yfir Uppsalabæ. Stefán Einarsson prófessor sagði, að nafnið benti til þess, að þar hefðu svín verið hirt. Líka var þar lítill skúti. Hrafnabjargir eru þar nokkuð vestar. Þangað fórum við krakkar á Smyrlabjörgum til berja, og okkur var skipað að fara um á Uppsölum og fá leyfi hjá Þóru Jónsdóttur að mega tína þar ber, sem var auðsótt, það voru falleg krækjuber og bláber, fallegri en þau, scm uxu í Helguhvömmum upp á fjalli í landar- eign Smyrlabjarga. Landamörk Smyrlabjarga og Uppsala voru sögð milli Helgu- hvamma og Svínavatnsmýra. Hér er fallegt uppi á fjallinu, sem nefnist Borgarhafnarfjall, er vestar dregur. Páll Benediktsson hafði beztar ástæður til að hjálpa upp á þetta bágstadda fólk, sem settist að á Mörk. Páll var hjálpsamur við það og tók enga landskuld og ekkert lóðargjald af þeim, sem voru á Ekru og Sjónabergsbrekku, og ekkert setti hann Páli Hans- syni veturinn, sem hann settist þar að. Hvað á snauður fyrir að láta? Þetta fólk átti ekkcrt nema fötin, sem það stóð í. Páll var friðsamur maður, og hefur honum ekki þótt borga sig að fara að kalla eftir neinu af sveit þessara, sem þarna voru að hrekjast milli sveita. Hörð voru þau kjör, sem þetta blessað fólk varð að líða. Goðasteinn 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.